Thursday, November 21, 2002

Ég er búin að vera óvenju frábær í dag þetta segi ég af því að ég gaf blóð og þetta var meira að segja í fimmta skipti sem ég geri það og í tilefni af þessum tímamótum fékk ég gefins litla nælu með blóðbankamerkinu og svona 5. Gasalega lekkert allt saman.
Annars er þetta ekki búin að vera neitt frábær dagur. Ég er ekki búin að skrifa eitt orð í ritgerðinni sem ég ætlaði að klára í dag en líkurnar á að það hafist minnka með hverri mínútunni sem líður.
Ég bíð spennt eftir að Vaka komi aftur eftir að hafa lokið síðasta kennsludeginum í hinum skelfilega clausus.
Þetta á líklega eftir að vera sérlega merkilegur dagur.
Jæja hann frændi minn var að ignora mig í sjöhundraðasta skiptið, þorir ekki að heilsa mér aulinn sá arna, fussumsvei

No comments: