Friday, November 29, 2002

Jæja loksins er kominn flöskudagur en ég er búin að halda að það sé flöskudagur síðastliðna 3 daga eða svo svo þetta kom mér ekki í opna skjöldu.
Ég er að fara að fagna kennslulokum í kvöld með Fróða félagi sagnfræðinema og á gleðin að hefjast á Vídalín. Það verður vonandi gaman.

Ég var andvaka í gærkvöldi 5 kvöldið í röð eða eitthvað og það finnst mér alveg hreint fáránlegt. Ég á erfitt með að trúa því að tvær 7 blaðsíðna ritgerðir geti gert mig að taugahrúgu. Ég var ekki svona andvaka í stúdentsprófunum. Þetta er allt saman mjög dularfullt.

Ég horfði á Sex and the City í gær. Þetta var hádramatískur þáttur, ein vinkonan ólétt og önnur gat ekki orðið ólétt og Samantha ætlaði að kaupa rauða tösku sem kostaði 4000 dollara. Er það ekki 400.000 kr íslenskar? Þetta var reyndar frekar stór taska en samt, ég er ekki alveg að fatta.

Ég hef verið að rembast við að lesa Blikktrommuna eftir Nóbelsverðlaunahafan Gunter Grass undanfarið og er búin með eina bók af þremur. Þetta er á köflum mjög fyndin bók og afar dramatísk en ég er ekki að sjá Nóbelinn, kannski það komi í öðru eða þriðja bindi. Svo sagði Össi frændi mér að ég ætti bara að sjá myndina, hún væri helvíti góð. Ég er samt ekki reiðubúin að gefast upp alveg strax...


No comments: