Jæja teljarinn bara kominn upp í 75, það er bara nokkuð öflugt.
Ég var að koma aftur á Hlöðuna og viti menn bara netið komið í lag og ég gat loksins bloggað. Ég vil þakka öllum sem hafa skoðað hugleiðingar um daginn og veginn og vona að þeir hafi haft ánægju af því.
Ég fór alveg ógeðslega snemma að sofa í gær. Ég kom heim úr vinnunni kl. 20:30 og komst þá að því að það höfðu verið kótilettur í matinn og þær finnst mér sérstaklega vondar. Ég fór því í þunglyndi og fór bara að sofa. Auðvitað gat ég ekkert sofnað því bróðir minn var að horfa á sjónvarpið og ég held að í gær hafi barasta verið skemmtilegasta sjónvarpsdagskrá í heimi því hann hló og hló. Ég vildi að það væri mute takki á honum. Svo vaknaði ég kl níu í morgun og alls ekkert út hvíld. Ég er farinn að halda að allur svefn fyrir kl tólf á kvöldin teljist ekki með.
Ég fór áðan niður í MR að hitta Lindu. Hana hef ég ekki hitt lengi. Ég hitti líka Skúla og Möggu og Rúnar eðlisfræðikennara og Sverri en svo skemmtilega vildi einmitt til að Linda var í stjörnufræðitíma hjá honum. Það er gaman frá því að segja að táin á Lindu er dáin og Linda var því einnig að hluta til dáin. Hún var að drífa sig svo mikið að fara að horfa á Bráðavaktina í gærkvöldi að hún skildi tánna eftir. Eins og komið hefur fram áður á ég sérlega skrítna vini.
Ég ætti núna að vera að skrifa ritgerð um þróun landbúnaðar í árdaga en einhvernveginn er ég ekki í stuði. Samt var ein athyglisverð pæling í einni heimildinni minni. Hún var einhvernveginn svona: Borðar þú mat? Þá tekurðu þátt í landbúnaði. Gott ef það er ekki bara satt, þarna er komið frábært slagorð fyrir íslenska bændastétt.
Varði var hérna áðan, hann sagðist vera að læra. Til þess notaði hann athyglisverða aðferð, hann var að tefla á netinu við Spánverja. Varði er nefnilega í spænsku og meðan þeir tefldu töluðu þeir saman á spænsku. Þetta finnst mér nokkuð sniðugt. Spánverjinn sagðist búa á Mallorka og hafa lesið Atómstöðina sem er jafnvel ennþá merkilegra og hann var mikill Bjarkaraðdáandi en hver er það ekki svo sem?
PÓLITÍSKA HORNIÐ
Jæja, þetta er nýr þáttur í blogginu mínu sem er í stöðugri þróun. Þeir sem ekki hafa áhuga á pólitík ættu alls ekki að lesa þetta.
Ég er orðin alveg hreint alveg æf. Svo virðist sem það verði varla nokkur kona á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir utan Þorgerði Katrínu en hún verður víst líklega í 5. sæti. Það finnst mér hneyksli þar sem hún kemur alltaf í Kastljós og Silfur-Egils til að verja hin ýmsustu klúður ríkisstjórnarinnar og gerir það oftast vel. Fyrir það fær hún 5. sæti. Þetta er ein skandal og hér með tilkynnist að Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann leggur sig er kominn í efsta sæti hins víðfræga hate-lista.
Auk þess er ég alveg rasandi yfir því að Davíð hafi bara lofað að við myndum flytja vopn og herafla í borgaralegum flugvélum, það er nú bara mesta heimska sem ég hef heyrt lengi. Jafnvel heimskulegra en þegar Ástþór fór með jólagjafir til Írak.
No comments:
Post a Comment