Þetta er stór dagur í lífi mínu, ég hef ákveðið að byrja að blogga. Afhverju kynni einhver að spyrja og þá segi ég bara eins og frambjóðandi í prófkjöri: ,,Vegna fjölda áskoranna (nánartiltekið frá Hörpu og Sverri, þið getið kennt þeim um þetta) hef ég ákveðið að bjóða mig fram, nei ég meina byrja að blogga.'' Einnig hafa blammeringar Hauks Heiðars á hans prívat og persónulegu blöff síðu sem fjallar aðallega um marflær, í minn garð valdið því að mér finnst ég verða að svara fyrir mig.
No comments:
Post a Comment