Jæja, voðalega langt síðan ég bloggaði seinast. Ég fór ekki á fundinn með Waris Dire af því að Hjördís Eva Þórðardóttir svaf yfir sig og vaknaði ekki fyrren hálf eitt og þá var fundurinn byrjaður. Skamm skamm. Þegar ég les nafnið Waris Dire hugsa ég alltaf um Dies Irae (mig minnir að það sé skrifað nokkurn veginn svona), ég held ég hafi spilað það tónverk með lúðrasveitinni hérna um árið.
Jæja ég held áfram að vera frábær, ég hringdi í Lindu á sunnudaginn, reyndar var hún að vinna en hún hringdi svo í mig til baka og við ætlum kannski á kaffihús saman á fimmtudaginn. Alveg voða langt síðan ég hef gert svoleiðis. Svo í gær hringdi Sigrún Líndal í mig, hún hafði verið að tala við mig á MSN en svo varð það óvart ekki ég því ég er ekki með MSN svo hún hringdi í mig í staðinn.
Hjördís hringdi í mig áðan, það var neyðarkall, hún hefur komist að því að allsbera konan ætlar að láta sauma á sig eldrauðan kjól með klauf að framan. Hún er í öngum sínum (sko Hjördís) yfir þessu skiljanlega en ég benti henni á að hún (sko Hjördís) myndi bara vera eins og Charlotte í Sex and the City en allsbera konan (sko ekki Hjördís) yrði eins og Samantha. Hún stilltist öll við þetta og vonandi er vandamálið leyst. Ég á skrítna vini.
Þetta blogg hljómar eins og ég sé alltaf í símanum en sú er nú ekki raunin.
Mér tókst áðan að trufla 5 manns sem ég þekki þegar ég fór upp á 4. hæð á Hlöðunni. Fyrst truflaði ég Hauk Heiðar, hann var reyndar alveg að sofna svo það var í góðu lagi, svo truflaði ég Brittu og svo Önund og svo Gunnar Pál og svo Teklu. Svo fór Gunnar Páll að trufla mig og þá trufluðust allir og á endanum þurfti ég að hlaupa burt.
Það var fyndin fyrirsögn í Fréttablaðinu í dag ,,Halli á rikissjóði í ár'' hver er þessi Halli spyr ég og afhverju á hann ríkissjóði? Get ég átt von á því að eiga ríkissjóði á næsta ári? Er þetta einhverskonar lottó? og ef svo er hvar get ég keypt miða?
Jeg er búin að vera ofur dugleg í dag, ég kláraði bestu ritgerð í heimi sem skrifuð hefur verið um vestnorræna gripi og orðið sem kemur sjaldnar en 20 sinnum fyrir í henni sem er mjög gott fyrir mig.
Sjálfstæðisflokkurinn siglir hraðbyr út í opinn dauðan þar sem konur verða álíka sjaldgæfar á framboðslistum hans og Jakob Frímann er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta tækifæri ætti Samfylkingin að nýta sér og vinna með kvennafylginu alveg eins og Clinton gerði um árið.
Annars er helst í fréttum að ég hef ákveðið að hefja söngnám eftir áramót ef ég fæ einhversstaðar inni það er. Það verður voða gaman.
Jeg segi þetta gott í bili.
No comments:
Post a Comment