Ég ætla að byrja á jákvæðum ummælum um þá einmuna veðurblíðu sem verið hefur á klakanum undanfarna daga. Ég var farin að halda að himinninn væri týndur því það sást aldrei í hann fyrir skýjum.
Nú hefst neikvæðnin.
Ég þoli ekki Reiknistofnun Háskólans og lélegu FAQ síðuna þeirra. Tölvur og internetið er bara drasl.
Af hverju í ósköpunum eru allir að borga mikla peninga fyrir "listaverk" (lesist myndir Sigmunds og tónlist Bubba) sem allir á Íslandi eru búnir að sjá og borga fyrir í mörg ár og svo allt í einu núna eru allir voða vei og merkilegt. Meira djöfulsins argaþrasanisð.
Annars ætla ég nú að mæla með nokkrum hlutum:
Nýji Mars Volta diskurinn, Frances the Mute, er snilld en reyndar bara fyrir þá sem þola smá óreiðu.
Kvikmyndin Ray er góð og eftirminnileg skemmtun, hún er samt alveg tæpir 3 tímar þannig að ég mæli með 8 bíói til að forðast óþarfa geispa. (Ég var reyndar svo óheppin að fara á myndina í sal 4 í Háskólabíói og það sat gaur með húfu fyrir framan mig og ég sá illa miðju tjaldsins svo ég sá ekki nema um 70% myndarinnnar)
Bókin Píslarvottar nútímans eftir Magnús Þorkel Bernharðsson er mjög skemmtileg, fróðleg og jafnframt auðlesin svo er kápan líka sérlega fallega hönnuð.
Ég er voðalega spennt að fara á árshátíð Kumls á föstudaginn það verður sko æsileg skemmtun.
1 comment:
Það að gerð marki tímamót segir ekkert um af hverju fólk framkvæmir hana.
Post a Comment