Tuesday, March 11, 2003

Þá er maður barasta búin að fara í eitt stykki próf. Það gekk bara þokkalega að mér fannst enda frekar í léttari kanntinum.
Ekkert er enn farið að skýrast hvort Björk verði á Hróarskeldu og er það slæmt. Ég vil endilega sjá hana spila í útlöndum því ég ímynda mér að það sé töluvert ólík stemming og er á tónleikum hennar hér heima.
Ég þoli ekki fólk sem kyssist á Bókhlöðunni, það er fátt jafn þreytandi og að heyra slurp-hljóð í áköfum kærustupörum þegar maður er að reyna að einbeita sér að lærdómnum.

Krónan barasta hækkar og hækkar. Maður spyr sig hvort þetta taki aldrei enda. Einnig spyr ég mig hvort ekki sé nú kjörið tækifæri fyrir plötubúðir til að lækka verð á geisladiskum, DVD-myndum og töluvleikjum svo um munar þar sem gengið er svo hagstætt fyrir innflytjendur um þessar mundir. Einngi má velta fyrir sér hvort ekki sé komin tími á því að lækka verð á bíómiðum. Já þessum áleitnu spurningum þarf einhver að svara.

No comments: