Ég er ein af heimsins pirrandi manneskjum í dag. Afhverju spyr kannski einhver. Það er af því að ég er kvefuð á bókasafni. Hver kannast ekki við að vera að reyna að læra og það er alltaf einhver að hósta, hnerra og sjúga upp í nefið. Það er óþolandi. Þar sem ég er sjúklega kvefuð þá er ég óþolandi. Ég hósta og þarf að snýta mér á 2 sekúndna fresti. Ég fer í taugarnar á sjálfri mér og það er nokkuð slæmt.
Ég fór í skálaferð með Fróða á föstudaginn. Það var gaman. Við gistum í rosa flottu félagsheimili sem heitir Þjórsárver og er í Villingaholtshreppi. Þrátt fyrir að flestir sem þeirra sem voru með í för séu rómaðir drykkjuhrútar þá voru rúmlega tveir kassar eftir af bjór. Fólk var enda ekkert of hresst þegar það vaknaði á laugardagsmorgninum. Sjálf var ég næpuhvít í framan vegna óstjórnlegrar ógleði. Því hef ég ekki lent í áður. Laugardagurinn fór í að vera skemmdur eftir gaman næturinnar á undan og ég var bara heima með mömmu sem var reyndar mjög fínt.
Á sunnudaginn fór ég í saltkjöt og baunir til ömmu og afa. Það var æðislegt. Á eftir fórum við að skoða Vöruhótelið sem er rosa flott. Þetta var mjög smáborgaralegur sunnudagur.
Ég komst að því að bílinn minn er svokallaður heimspekibíll. Það er vegna þess að maður gleðst óstjórnlega í hvert skipti sem hann fer í gang og kemur manni á áfangastað. Já svoleiðis bílar eru góðir fyrir Pollýönuna í manni en kannski verri fyrir budduna...
No comments:
Post a Comment