Hvað myndi ég gera ef ég fengi 70 milljónir í laun á ári?
Ég hef aðeins verið að velta þessu fyrir mér. Mér finnst líklegt að fólk með svo miklar tekjur vinni frekar mikið og geti því ekki dvalist langdvölum erlendis. Fyrir þennan pening má kaupa tvö stór einbýlishús og jeppa að auki. Það má fara út að borða á hverju kvöldi á Grillinu með alla familíuna. Kaupa dýr heimilistæki, hljómtæki, 30 dýr sjónvörp, Porsche, eyju á Breiðafirði, gott mjólkurbú, ógrynni af rándýrum fötum, fara í klippingu á hverjum degi. Já þetta eru miklir peningar. Ég hugsa að það sé fullt starf að eyða svona upphæðum hér á landi. Auðvitað fer tæpur helmingur í skatta en það er samt góður slatti eftir og fyrir þá peninga má gera ýmislegt. Maður gæti líka keypt trillu og kvóta, 5 sumarbústaði, einkaflugvél, litla snekkju eða heilan stigagang í blokkinni minni.
No comments:
Post a Comment