Monday, February 24, 2003

Ég hata netið hérna á Bókhlöðunni það er algjört hræ.

Svo skemmtilega vildi annars til að ég átti erindi á Þjóðdeild Þjóðarbókhlöðunnar í dag. Þar er margt kynlegra kvista og ég er ekki að tala um bækurnar. Þangað má helst ekki fara með töskur svo maður steli ekki bókum.
Þarna eru nokkur borð sem hægt er að sitja við og blaða í hinum ýmsu ritum. Tvo borðanna eru með hálfs meters háum blaðastöflum af ýmiskonar ljósritum og að auki er þar nokkrir kassar með pappírum á gólfinu. Þar stundar einn fastagestanna einhverskonar rannsóknir. Þær virðast ekki vera vel skipulagðar.

No comments: