Monday, February 24, 2003

Áðan var hér á Bókhlöðunni drengur sem notaði ÁTVR poka fyrir skólatösku. Það var skopleg sjón.
Ég var skelþunn á sunnudagsmorgun þegar ég drattaðist fram úr rúminu. Afleiðngar bollunnar hennar Vöku voru vægast sagt skelfilegar. Margt fréttnæmt geriðst á aðfaranótt sunnudags og fóru tvær ágætar vinkonur mínar ekki einar heim en hér verða engin nöfn nefnd í því samhengi. Á kóræfingu á sunnudaginn bergmálaði skelfilega í höfðinu á mér, það var sárt.
Ég var líka frekar óhress er ég vaknaði í morgun, bollur láta ekki að sér hæða og taka tvo daga í þynnku. Ég verð að reyna að muna það næst.
Ég er búin að vera að vinna verkefni í allan dag. Því er loksins lokið. Þá vill andvétans emillinn ekki senda skjalið. Hjá mér gengur ekkert upp.

Ég fór á bókamarkaðinn í Smáralind og keypti nokkrar ágætar bækur. Það var gaman. Það er ótrúlegt hvað það hefur verið gefið út mikið af rusli á Íslandi.

No comments: