Jæja þá er fyrsta atvinnutilboð sumarsins komið í hús. Það hljómar mjög vel að öllu leiti. Vinna við uppgröft í tvo mánuði, ágætis kaup og skemmtilegheit. Gallinn er bara sá að uppgröfturinn á að byrja í sömu viku og Hróarskelda sem ég hafði ætlað á. Nú er stóra spurningin hvort eitthvað sé hægt að hnika hlutunum til, annars gæti farið svo að keldan víki fyrir öðrum verkefnum 3 árið í röð. Jafnvel þegar ég er heppin er ég óheppin. Það er svo gaman að vera ég.
No comments:
Post a Comment