Það er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér. Þegar Sjálfstæðismenn ræða um skuldasöfnun borgarinnar á undanförnum árum þá er sjaldan talað um hvað peningarnir hafa farið í. Þeir setja dæmið fram eins og það hafi bara verið tekin ógeðslega mörg stór lán og svo hafi peningarnir bara horfið eða eitthvað. Þeir ætlast þó varla til þess að nokkur heilvita maður trúi því. Ef maður heila áttar maður sig á að málið er alls ekki þannig vaxið. Á undanförnum árum hefur borgin þurft að leggja út í umtalsverðar framkvæmdir meðal annars til að einsetja grunnskólana, byggja upp Orkuveituna og sinna örðum grundvallar þörfum hins ört vaxandi borgarsamfélags. Þetta ræða Sjálfstæðismenn aldrei, á þeim má næstum skilja að peningarnir hafi verið notaðir sem skeinipappír í Ráðhúsinu. Ég er alls ekki sérfræðingur í uppgjörum, ársreikningum og svoleiðis dóti en almenn skynsemi segir mér að ekki sé hægt að ræða um skuldaaukingu og rekstur borgarinnar án þess að ræða í hvað peningunum er varið. Það er ekki það sama að taka lán til að fjármagna daglegan rekstur og að taka lán til uppbyggingar og endurnýjunar. Mér þykir þessi umræða öll vera á villigötum og það væri miklu frjórra að ræða í hvað og hvernig fjármununum er varið. En svona er þetta bara.
Við vorum einmitt að ræða í tíma hvað öll gagnrýni, hvort sem hún er á listamenn, pólitíkusa eða vísindamenn, er almennt neikvæð á Íslandi. Það er sjaldan bent á það sem vel er gert en um leið og umdeild mál koma fram stökkva allir til og rakka fólk niður. Öll umræða hér er á svo persónulegum nótum í stað þess að ræða í raun um hugmyndirnar eða kenningarnar sem verið er að setja fram. Að þessu leiti erum við enn óttalegir smáborgarar.
No comments:
Post a Comment