Miklar vangaveltur eru uppi í "bekknum" mínum í Umhverfisfornleifafræði. Þannig er mál með vexti að þann áfanga kennir erlendur gestakennari. Hann heitir Chuck (Charles) Williams er líklega um 55 ára gamlall, nokkuð hress og frá Bandaríkjunum. Þykir nokkrum bekkjarfélögum mínum sem hann sé skugglalega líkur hinum heimsfræga Robin Willams. Það er rétt að þeir eru afar líkir í útliti og hafa báðir sama eftirnafn. Ekkert okkar þorir hinsvegar að spyrja hvort þessar getgátur séu á rökum reistar. Vonandi skýrist þetta allt...
Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um fjölskyldu Robin Williams og hvort hann á yfir höfuð bræður mega senda mér hugskeyti.
No comments:
Post a Comment