Ég er komin með vinnu sem mannleg ljósritunarvél. Starf mitt mun vera að ljósrita örnefnaskrár á Örnefnastofnun. Það verður vonandi þokkalega skemmtilegt. Það getur a.m.k. ekki verið jafn leiðinlegt og að þurrka af. Auk þess mun ég fá tækifæri til að kynnast sögu örnefnasöfnunar á Íslandi og hún er litrík.
No comments:
Post a Comment