Ég skil ekkert í stúdentapólitíkinni hérna í Háskólanum. Eitt er þó augljóst, auglýsingar Vökur eru stærri, flottari, betri og fleiri en auglýsingar Röskvu. Einnig hefur Vaka verið dugleg að standa fyrir hvers kyns fundum um hin ýmsustu mál sem varða stúdenta og þátttakendur í samfélaginu almennt. Það er gott framtak. Lítið hefur farið fyrir Röskvu að mínu mati og ef fram heldur sem horfið mun hún tapa aftur.
Persónulega hef ég ekki enn tekið neina afstöðu um hvað ég eigi að kjósa, mér finnst satt að segja ekki ólíklegt að ég skili bara auðu því hvorugri fylkingu hefur tekist að vekja áhuga minn á þessu máli öllu saman. Þeir sem hafa á þessu sterkar skoðanir mega vel sannfæra mig.
No comments:
Post a Comment