Ég var á opnum fundi þar sem Anna Lind utanríkisráðherra Svíþjóðar fjallaði um ESB og tengd mál. Fundurinn var haldinn í stofu 101 í Odda og komust færri að en vildu eins og við mátti búast. Fundurinn var mjög athyglisverður og skemmtilegur. Hún hafði margt fram að færa og sagði reynslu Svía af ESB góða. Hún sagði einnig að fyrst hefði hún sjálf verið full efasemda um hvort það væri Svíþjóð fyrir bestu að ganga í ESB. Nú væru allar þær efasemdir horfnar og í ljós hefði komið að rödd Svíþjóðar innan ESB er sterk og áhrifin umtalsverð. Hún lagði einnig áherslu á norræna samvinnu innan sambandisins og mikilvægi þess að Norðurlöndin stæðu saman við að afla sínum hagsmunum fylgis.
Í stuttu máli sagt var þarna á ferðinni óvenju málefnaleg umræða um kosti og galla ESB, áhrif þess og möguleika. Það mætti vera meira þessháttar í gangi hér á landi.
No comments:
Post a Comment