Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé heimspekiland. Afhverju segirðu það kynni einhver að spyrja. Ástæðurnar eru nokkrar og hver annarri yndislegri. Í fyrsta lagi þá er oft leiðinlegt veður hér, ekki beinlínis vont en svona þreytandi, þessvegna er maður alltaf æðislega glaður þegar sést til sólar og er sæmileg hlýtt eins og í dag. Það kennir okkur að meta það sem gott er og þakklæti bara almennt. Ísland er lítið og þessvegna eru Íslendingar sífellt að berjast við mótsagnakennda minnimáttar-stórmennsku tilfinningu. Ég man ekki meir.
Ég fór út að borða nestið mitt á peysunni áðan. Það var alveg nógu hlýtt ef ég hélt mig í sæmilegu skjóli. Allir horfðu á mig eins og ég væri svaka skrýtin og það er líklega rétt.
No comments:
Post a Comment