Kærustupör
Almennt hef ég ekkert á móti kærustupörum (amk ekki mjög mikið, bara smá). Sumar af mínum bestu vinkonum eru hluti slíks sambands. Við ákveðin tækifæri eru kærustpör þó alveg sérstaklega óþolandi. Það er til dæmis afar óviðeigandi fyrir fólk að vera að kyssast þar sem aðrir eru að reyna að læra. Eða haldast í hendur og segja hvort öðru sætar litlar sögur af lífinu áður en sambandið hófst. Slíkt skal fara fram á heimili annars hvors aðilans, á veitingahúsum, kaffihúsum eða öðrum ástarhreiðrum. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn er ekki ástarhreiður. Það væri jafnvel athugandi að hafa skilti við innganginn, kærustupör bönnuð, eða vinsamleg tilmæli um að pör væru aldrei á sömu hæð. Já þetta er þjóðfélagsböl.
No comments:
Post a Comment