Ég fór að sjá Nóa Albínóa á laugardagskvöldið ásamt minni ágætu vinkonu Vöku. Myndin var góð. Ég mæli eindregið með henni en vil eiginlega ekki segja neitt meira til þess að skemma ekkert fyrir neinum ólíkt leiðnlega gagnrýnandanum á Rás 2 sem segir alltaf allt sem gerist í myndunum sem hann er að dæma.
Annars gerði ég fátt merkilegt um helgina. Fékk falskan hér hjá ömmu nöfnu og söng og bakaði fyrir verðlaunaafhendingu í einhverri stærðfræðikeppni á sunnudaginn. Það var ágætt.
Á laugardaginn ætlaði ég reyndar að far út að hjóla. Komst þá að því að gjörðin á afturdekkinu er ónýt. Þá ætlaði ég í sund en þá var búið að loka sundlauginni svo ég endaði á að fara bara í sturtu. Svolítill bömmer þar sem veðrið var með afbriðgum gott.
No comments:
Post a Comment