Monday, December 13, 2004

Mandarínur eru góðar og jólalegar. Mæli með mandarínum

Ég er að fara í fyrsta og eina prófið á miðvikudag og nenni engan veginn að læra.

Geymslan mín er orðin hrein og hæf til að geyma hluti í. Það er stór áfangi og þrifin tóku langan tíma og margar margar skúringafötur.
Núna ætla ég í Rúmfatalagerinn og kaupa glæra geymslukassa í staðinn fyrir að læra fyrir próf.
Ég lifi spennandi lífi.
Stefni á gott djamm nú um helgina og svo aftur 21. des. Alveg kominn tími á smá sukk.

Hugleiðingar
Af hverju þurfa ráðherrar að vera á flottum og dýrum bílum? Er ekki nóg fyrir þá að vera bara á venjulegum 2 milljón króna fólksbílum? Það mætti nú spara nokkrar millur með því.

Nú er búið að hækka svokölluð skráningargjöld í alla ríkisháskólana og enginn segir neitt. Námsmenn munar greinilega ekki um 45 þús. kr.
Stórfurðulegt mál.
Ungþingmenn greinilega að standa sig afar vel í að verja hagsmuni ungs fólks. Fyndið hvað það var pressað mikið á Dagnýju en enginn minntist á Birgi, Sigurð Kára og Bjarna Ben sem allt eru ungir menn sem hafa gengið í háskóla. Kannski borgðu bara mamma og pabbi alltaf allt fyrir þá svo þeir fatta ekki hvað þetta eru miklir peningar fyrir fólk á lánum og svona.
Dálítið merkilegt.

2 comments:

Anonymous said...

Dagný var framkvæmdastjóri Stúdentaráðs fyrir fáeinum árum og stóð þá í svipaðri baráttu og stúdentar gera nú. Því skal engan undra að hart sé lagt að því að Dagný sé fylgin sér og styðji baráttumál stúdenta. Sigurður Kári er hins vegar nánast búinn að lýsa því yfir að honum þyki eðlilegt og rétt að koma á skólagjöldum.

OFURINGA said...

Prófloka partý fyrir fornleifar hjá mér 21.!!!

Lýst vel á Rúmfatalagerinn...passaðu þig bara á öllum gömlu, útsöluóðu konunum!!!