Thursday, September 29, 2005
Wednesday, September 28, 2005
Monday, September 26, 2005
Vaka var víst að klukka mig og ég þarf að segja sannleikan fimm sinnum! Svakalegt
1. Mér finnst æðislega gaman í nýja skólanum.
2. Ég bíð spennt eftir að fá Stefán, mömmu, pabba, Vöku, Hjördísi, Hildi, ömmu og afa og bara sem flesta aðra í heimsókn til mín hingað út.
3. Ég hef borðað sushi mjög oft síðan ég flutti hingað út.
4. Ég fæ stundum heimþrá.
5. Ég les enn mest íslenska vefmiðla til að fylgjast með fréttum.
6. Ég er ekki enn búin að fara á ekta New York djamm, sham on me.
Afsakið að þetta eru frekar óspennandi sannleikskorn.
Vaka spurði víst líka um daginn hvað Blackberry væri. Það er svona gadget sem er bæði farsími og getur farið á netið. Það fylgist með tölvupóstinum manns og allt fína buisness-fólkið í NY og eflaust víðar verður að eiga svoleiðis, annars er maður ekki mikilvægur.
1. Mér finnst æðislega gaman í nýja skólanum.
2. Ég bíð spennt eftir að fá Stefán, mömmu, pabba, Vöku, Hjördísi, Hildi, ömmu og afa og bara sem flesta aðra í heimsókn til mín hingað út.
3. Ég hef borðað sushi mjög oft síðan ég flutti hingað út.
4. Ég fæ stundum heimþrá.
5. Ég les enn mest íslenska vefmiðla til að fylgjast með fréttum.
6. Ég er ekki enn búin að fara á ekta New York djamm, sham on me.
Afsakið að þetta eru frekar óspennandi sannleikskorn.
Vaka spurði víst líka um daginn hvað Blackberry væri. Það er svona gadget sem er bæði farsími og getur farið á netið. Það fylgist með tölvupóstinum manns og allt fína buisness-fólkið í NY og eflaust víðar verður að eiga svoleiðis, annars er maður ekki mikilvægur.
Það er afar athyglisvert að skoða hina íslensku vefmiðla í dag. Á ruv.is eru nánast allar innlendu fréttirnar um Baugsmálið, á visir.is er það líka í aðalhlutverki en á mbl.is er ein frétt um málið á forsíðu. Af hverju ætli það sé?
Hvernig væri að fræðimenn færu að fjalla um þennan farsa s.s. sagnfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskiptafræðingar frá sjónarhóli fræðanna, eitthvað aðeins hlutlausara og markvissara en þessi ruglingslegi fréttaflutningur.
Hvernig væri að fræðimenn færu að fjalla um þennan farsa s.s. sagnfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskiptafræðingar frá sjónarhóli fræðanna, eitthvað aðeins hlutlausara og markvissara en þessi ruglingslegi fréttaflutningur.
Sunday, September 25, 2005
Ég fór í skemmtilega skoðunarferð um helgina. Fór aðallega til Brooklyn, borðaði gott súkkulaði og pizzu. Þessi mynd er tekin á bryggjunni við The River Cafe sem er á oddanum á Brooklyn, milli Brooklyn Bridge og Manhattan Bridge. Í bakgrunninn má sjá neðsta hluta Manhattan. Við hliðina á mér er hin franska Florence svo Carmen og síðast Victoria dóttir hennar en myndina tók Bénédicte. Ég mun líklega blogga meira um þennan ágæta dag síðar en nú verð ég að halda áfram að lesa.
Glöggir lesendur munu taka eftir því að ég er ekki minnsta manneskjan á þessari mynd.
Thursday, September 22, 2005
Ég á ekki GSM síma, ekki ipod, ekki P2P og ekki BlackBerry. Hér eru allir með einhverskonar "gadget" með sér í subway og ég er afbrýðissöm. Ég þarf að fara að fá mér gemsa, treysti mér bara ekki til að læra eitt enn hundraðstafa símanúmer.
Hér er farið að hausta, það er aðeins farið að kólna og laufin hrynja af trjánum í tonnatali og það eru skólabílar út um allt.
Hér er farið að hausta, það er aðeins farið að kólna og laufin hrynja af trjánum í tonnatali og það eru skólabílar út um allt.
Ég á ekki GSM síma, ekki ipod, ekki P2P og ekki BlackBerry. Hér eru allir með einhverskonar "gadget" með sér í subway og ég er afbrýðissöm. Ég þarf að fara að fá mér gemsa, treysti mér bara ekki til að læra eitt enn hundraðstafa símanúmer.
Hér er farið að hausta, það er aðeins farið að kólna og laufin hrynja af trjánum í tonnatali og það eru skólabílar út um allt.
Hér er farið að hausta, það er aðeins farið að kólna og laufin hrynja af trjánum í tonnatali og það eru skólabílar út um allt.
Wednesday, September 14, 2005
Í dag hafa orðið mikil tíðindi, ég er komin með fúnksjónerandi rúm og það þykir mér gleðilegt. Loksins stóð Ikea hið illa við sitt og kom með nýtt rúm handa mér. Í ljós kom að nýja og ógallaða rúmið var mjög frábrugðið því gamla gallaða hvað samsetningu varðar þannig að ég hafði rétt fyrir mér, gamla rúmið var gallað.
Jeff kærastinn hennar Eriku var svo vænn að hjálpa mér að setja það saman, sem var ótrúleg fórnfýsi þegar haft er í huga að loftrakinn hér í dag var í kringum 70-85%. Ég svitnaði við að anda sem er afar óskemmtilegt. Minnugir lesendur hugsa kannski til dagsins þegar ég fékk Ikea húsgögnin mín upphaflega, miðvikudaginn 31. ágúst en þá var einmitt líka óbærilega rakt. Það virðist vera eitthvað í gangi milli mín, Ikea, miðvikudaga og loftraka, allar skýringar eru vel þegnar. Nú er sem sagt búið að setja rúmið saman og dýnuna í og allt voðalega fínt. Þá kemur í ljós að herbergið mitt er tómt. Það er svo stórt að nú þegar ég er ekki lengur með "tvö rúm" þá er gasalega tómlegt. Annars hafa námslegar framfarir verið með minnsta móti í dag og er það miður.
Jeff kærastinn hennar Eriku var svo vænn að hjálpa mér að setja það saman, sem var ótrúleg fórnfýsi þegar haft er í huga að loftrakinn hér í dag var í kringum 70-85%. Ég svitnaði við að anda sem er afar óskemmtilegt. Minnugir lesendur hugsa kannski til dagsins þegar ég fékk Ikea húsgögnin mín upphaflega, miðvikudaginn 31. ágúst en þá var einmitt líka óbærilega rakt. Það virðist vera eitthvað í gangi milli mín, Ikea, miðvikudaga og loftraka, allar skýringar eru vel þegnar. Nú er sem sagt búið að setja rúmið saman og dýnuna í og allt voðalega fínt. Þá kemur í ljós að herbergið mitt er tómt. Það er svo stórt að nú þegar ég er ekki lengur með "tvö rúm" þá er gasalega tómlegt. Annars hafa námslegar framfarir verið með minnsta móti í dag og er það miður.
Tuesday, September 13, 2005
Ég er nýkomin heim af mögnuðum Sigur Rósar tónleikum í Beacon Theater í New York, það er sko alvöru. Ég fór með Ragnheiði Helgu sem var í X-bekknum í MR og með mér í leikfimibekk í 6. bekk. Hún er að læra tölfræði í Columbia, það er ansi magnað.
Tónleikarnir voru magnaðir, öll umgjörð hin fegursta og tónlistin ólýsanlega áhrifamikil. Amina hitaði upp og var ansi mögnuð, þær stöllur spiluðu meðal annars á vatnsglös og stóra sög og það hljómaði bara vel.
Sigur Rós byrjaði á tveimur lögum af Ágætis byrjun sem mér þótti sérstaklega gaman, þeir tóku svo nokkur lög af () og ef mér skjöplast eigi nokkur af nýútkominni plötu sem ég þarf að eignast hið fyrsta.
Bókin sem ég þarf að lesa fyrir hádegi á morgun er loksins komin þannig að ekki er ég að fara að sofa.
Það gerðist annars margt markvert í dag, það var fyrsti dagurinn minn á rannsóknarstofunni, ég byrjaði bara á að þvo bein sem ég á svo að rembast við að greina á miðvikudaginn.
Þegar ég var að koma heim af tónleikunum sá ég sófa úti á gangstétt rétt hjá húsinu okkar. Við Erika fórum og náðum í hann og bráðum munum við eiga tvo sófa því við erum nýbúnar að panta einn á kmart.com. Það er í raun ansi magnaður Martha Stewart sófi. Það þykir víst mjög NY að hirða drasl af gangstéttunum og í flestum þeim íbúðum sem ég hef komið inn í hér er um 30-60% allra húsgagna fengin þannig og restin af craigslist.com.
Nú ætla ég að fara að læra.
Annars voru Soffía og Einar að biðja mig að passa húsið og aðallega dýrin á meðan þau skreppa á Klakan lok vikunnar og auðvitað sagði ég já því sannast sagna var ég farin að sakna litlu hárboltanna.
Tónleikarnir voru magnaðir, öll umgjörð hin fegursta og tónlistin ólýsanlega áhrifamikil. Amina hitaði upp og var ansi mögnuð, þær stöllur spiluðu meðal annars á vatnsglös og stóra sög og það hljómaði bara vel.
Sigur Rós byrjaði á tveimur lögum af Ágætis byrjun sem mér þótti sérstaklega gaman, þeir tóku svo nokkur lög af () og ef mér skjöplast eigi nokkur af nýútkominni plötu sem ég þarf að eignast hið fyrsta.
Bókin sem ég þarf að lesa fyrir hádegi á morgun er loksins komin þannig að ekki er ég að fara að sofa.
Það gerðist annars margt markvert í dag, það var fyrsti dagurinn minn á rannsóknarstofunni, ég byrjaði bara á að þvo bein sem ég á svo að rembast við að greina á miðvikudaginn.
Þegar ég var að koma heim af tónleikunum sá ég sófa úti á gangstétt rétt hjá húsinu okkar. Við Erika fórum og náðum í hann og bráðum munum við eiga tvo sófa því við erum nýbúnar að panta einn á kmart.com. Það er í raun ansi magnaður Martha Stewart sófi. Það þykir víst mjög NY að hirða drasl af gangstéttunum og í flestum þeim íbúðum sem ég hef komið inn í hér er um 30-60% allra húsgagna fengin þannig og restin af craigslist.com.
Nú ætla ég að fara að læra.
Annars voru Soffía og Einar að biðja mig að passa húsið og aðallega dýrin á meðan þau skreppa á Klakan lok vikunnar og auðvitað sagði ég já því sannast sagna var ég farin að sakna litlu hárboltanna.
Friday, September 09, 2005
Ég sá tvær rottur í gær. Eina dauða, líklega raflost frá neðanjarðarlestarteinunum og eina lifandi sem mér sýndist vera að éta málningu. Verði henni af því segi ég bara.
Ég mætti í annan tíman í dýrabeinafornleifafræði í dag. Hann var mjög skemmtilegur fyrir utan það að við eigum að kaupa lesefni upp á rúmlega 500 bls, prentað báðu megin að sjálfsögðu, og svo kemur annar pakki í byrjun október, er ég ekki heppin?
Annars fór ég á nett fyllerí í kvöld með Kimberley og Konrad. Það var gaman. Fyrst ætluðum við að fá okkur að borða en það eru mjög fáir matsölustaðir í nágrenni Brooklyn College og engir sem selja líka bjór. Við löbbuðum í svona 45 mín og enduðum á bar þar sem við drukkum nokkra bjóra og það var bara mjög gaman. Það tók svo um 2 klst að komast heim sem var ekki alveg jafn gaman.
Ég mætti í annan tíman í dýrabeinafornleifafræði í dag. Hann var mjög skemmtilegur fyrir utan það að við eigum að kaupa lesefni upp á rúmlega 500 bls, prentað báðu megin að sjálfsögðu, og svo kemur annar pakki í byrjun október, er ég ekki heppin?
Annars fór ég á nett fyllerí í kvöld með Kimberley og Konrad. Það var gaman. Fyrst ætluðum við að fá okkur að borða en það eru mjög fáir matsölustaðir í nágrenni Brooklyn College og engir sem selja líka bjór. Við löbbuðum í svona 45 mín og enduðum á bar þar sem við drukkum nokkra bjóra og það var bara mjög gaman. Það tók svo um 2 klst að komast heim sem var ekki alveg jafn gaman.
Friday, September 02, 2005
Myndir úr íbúðinni minni. Það er ennþá svolítið drasl þar sem ég hef ekki getað klárað þetta rúmvandamál og að setja saman kommóðuna en samt rosalegt!
Einn af ÞREMUR rúmgóðum fataskápum sem ég hef útaf fyrir mig.
Þarna sést ég vera að taka myndina, en sniðugt.
Litla sæta klósettið mitt sem ég hef alveg útaf fyrir mig.
Herbergið mitt með svakalegu útsýni og drasli.
Ég nenni ekki meiru í bili, kannski fleiri myndir seinna. Núna ætla ég að fara að lesa bók sem ég er með í láni frá Eriku sem elskar bækur, hún er ansi ágæt (bæði bókin og Erika).
Einn af ÞREMUR rúmgóðum fataskápum sem ég hef útaf fyrir mig.
Þarna sést ég vera að taka myndina, en sniðugt.
Litla sæta klósettið mitt sem ég hef alveg útaf fyrir mig.
Herbergið mitt með svakalegu útsýni og drasli.
Ég nenni ekki meiru í bili, kannski fleiri myndir seinna. Núna ætla ég að fara að lesa bók sem ég er með í láni frá Eriku sem elskar bækur, hún er ansi ágæt (bæði bókin og Erika).
Ég er búin að sofa í íbúðinni í tvær nætur og hefur það verið ágætt. Miðvikudagurinn var nokkuð erfiður enda var hann sérlega heitur og það sem verra var, rakur þar sem leifar fellibylsins Katrínar voru að gera okkur New York búum (ha ha já ég er NY-búi, ekki þið ligga lá) óleik. Að sjálfsögðu valdi ég þennan dag til að flytja frá þeim ágætu hjónum Einari og Soffíu í New Jersey þar sem ég hafði dvalist í góðu yfirlæti. Einhvern veginn tókst dótinu mínu að margfaldast töluvert á meðan á dvölinni þar stóð en sem betur fer gat Einar keyrt mig á jeppanum svo þetta komst allt fyrir (þegar búið var að leggja niður aftursætin!). Svo þurfti að koma öllu dótinu upp í íbúð, þetta var ein smekkfull lyfta. Þar sem það er engin loftkæling hér var ansi heitt. Ég byrjaði á að þrífa og fljótlega þrufti ég að fækka fötum vegna óbærilegs hita. Dótið frá Ikea kom svo rúmlega tvö og þá fyrst hófst gamanið. Mér tókst að setja saman náttborðið, hilluna og skrifborðið með einugnis Ikea sexkant og vasahnífinn minn að vopni þar sem ég átti ekki skrúfjárn. Ég mæli ekki með þessari aðferð, mér er enn illt í hægri höndinni eftir allar skrúfurnar. Þegar kom að kommóðunni versnaði í því þar sem gleymst hafði að setja allar skrúfur og þessháttar í pakkann og hún liggur enn ósamsett á gólfinu hjá mér. Rúmið er líka eitthvað að stríða mér, á teikningunni eru einhver göt sem eru of lítil í raunveruleikanum til þess að það sem þarf að komast í götin komist þar inn en svo eru önnur göt of stór. Ég hef þess vegna þurft að hafa dýnuna á gólfinu og sofið á henni þar, frekar pirrandi svona en sem betur fer er herbergið stórt svo það er nóg pláss. Ég er búin að tæma tvær töskur en þarf að kaupa fleiri herðatré og setja saman kommóðuna til að klára þá þriðju.
Annars get ég sagt það í óspurðum fréttum að hálsmenið sem ég fékk frá þeim Vöku, Hjördísi og Írisi í útskriftargjöf hefur vakið mikla lukku hér úti. Ég notaði það í fyrsta skipti hér á miðvikudaginn og þá sagði afgreiðslustúlka á Starbucks að það væri flott og stelpa sem er með mér í tíma.
Ég nenni ekki að skrifa meir en á morgun verð ég líklega komin með síma en númerið er 1-917-521-0648 og fólki er frjálst að hringja (muniði bara að ég er 4 klst á eftir Íslandi, bannað að hringja fyrir kl. 13 að íslenskum tíma!). Annars er ég líka á Skype sem er alveg fríkeypis.
Annars get ég sagt það í óspurðum fréttum að hálsmenið sem ég fékk frá þeim Vöku, Hjördísi og Írisi í útskriftargjöf hefur vakið mikla lukku hér úti. Ég notaði það í fyrsta skipti hér á miðvikudaginn og þá sagði afgreiðslustúlka á Starbucks að það væri flott og stelpa sem er með mér í tíma.
Ég nenni ekki að skrifa meir en á morgun verð ég líklega komin með síma en númerið er 1-917-521-0648 og fólki er frjálst að hringja (muniði bara að ég er 4 klst á eftir Íslandi, bannað að hringja fyrir kl. 13 að íslenskum tíma!). Annars er ég líka á Skype sem er alveg fríkeypis.
Subscribe to:
Posts (Atom)