Monday, December 09, 2002
Eflaust voru einhverjir farnir að halda að ég hafi verið dáin úr ófrábærleika en sú er þó ekki raunin. Ég gerði ekkert skemmtilegt um helgina, það var leiðinlegt. Ég lærði samt helling en ekki jafn mikið og ég hefði viljað. Ég er ekki en búin með ritgerðirnar mínar og það fer að líða að skiladegi og dómsdagur nálgast einnig þar sem ég fer í fyrsta prófið á föstudaginn. Að venju er ég ekki búin að læra nóg. Það er mjög slæmt. Í dag ætla ég að fara að sjá Hildi vinkonu mína spila á tónfundi í Tónlistarskólanum í Reykjavík en ég hef næstum aldrei séð hana spila á píanóið og samt er hún komin á 7. dtig. Við spiluðum reyndar einu sinni saman fyrir langa löngu en það er ekki alveg það sama.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment