Fyrsta prófinu sem ég tek í Háskóla Íslands er lokið. Það gekk bara mjög vel sérstaklega miðað við að ég svaf eiginlega yfir mig í morgun og mætti næstum of seint og var þar af leiðandi mjög stressuð. Ég róaðist samt við að sjá að ég gat vel svarað fyrstu spuringunni og að prófið líktist mjög söguprófi í MR og mér hefur oftast gengið vel á þeim. Ég svaraði hverri spurningunni á fætur annari og þurfti á endanum að fá auka blöð. Ég vona bara að kennarinn nenni að lesa allt prófið.
Bílahornið
Bílinn minn tók upp á því að bila í gær. Þegar ég var að fara heim af Bókhlöðunni og var að bakka þá heyrðust miklir bresti en það er nú bara hefðbundið. Það versnaði hins vegar þegar ég ætlaði að keyra áfram héldu óhljóðin áfram. Ég stökk út úr bílnum og reyndi að gægjast undir hann til að sjá hvort e-ð væri laust en það var að sjálfsögðu mjög erfitt í myrkrinu. Ég hringdi í pabba og hann ráðlagði mér að keyra bara heim. Ég gerði það og á leiðinni hætti hljóðið að heyrast, kom svo aftur í smá stund og hætti svo aftur. Þetta er mjög dularfullt. Í morgun þurfti ég svo að fá far með mömmu í skólan og við vorum næstum og seinar eins og áður sagði.
Ég vona að þetta sé aðeins smávægileg bilun þar sem ég eða foreldrar mínir höfum varla efni á kostnaðarsömum viðgerðum enda nýbúið að kosta miklu til til að koma beyglunni í gegnum skoðun.
Ef þetta reynist vera mjög dýrt er ég að hugsa um að hafa svona þjóðarátak til að safna fyrir þessu. Það hlýtur að vera hægt. Eða ég neyðist til að fá viðgerðina í jólagjöf, það hljómar aftur á móti ekki sem mjög spennandi valmöguleiki.
No comments:
Post a Comment