Wednesday, December 11, 2002

Ég er að springa úr monti og sjálfsánægju það vildi þannig til að einn samnemandi minn í fornleifafræði kom að borðinu mínu á Hlöðunni til að ræða málin. Ég spurði um gang mála hjá honum og hann á alveg eftir að skrifa eina heila ritgerð, er ekki einu sinni kominn með heimildir þannig að ég hlýt að vera í ansi hreint góðum málum ef ég klára loka stafsetningarvillu leiðréttingu í kveld og prenta út og skila annarri á morgun í hólfið hjá kennararnum og hinni í prófinu á föstudaginn. Ég er bara þokkalega ánægð með mig. Auk þess er ég búin að vera svakalega dugleg að læra í dag.

No comments: