Wednesday, December 11, 2002
Ég er afskaplega ánægð með sjálfa mig núna. Það lítur út fyrir að mér muni takast hið ómögulega, þ.e. að skila öllum ritgerðunum sómasamlega úr garði gerðum á skikkanlegum tíma. Í gær leit þetta alls ekki svona vel út. Já þá er bara eftir að læra fyrir prófið á föstudaginn sem er reyndar í ágætum farvegi líka. Gaman þegar allt gengur einhvernvegin nokkurvegin upp (á ekki örugglega að vera eitt en þarna en ekki tvö? Leiðréttingar óskast!) Ég er að hugsa um að skella mér bara í nesti og gæða mér á girnilegum mandarínum og eðaldrykknum Trópí tríó. Þar sem allir eru í prófi eða að far í próf lítur út fyrir að ég neyðist til að fara ein sem er afar leiðinlegt svo ekki sé meira sagt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment