Ég held ég ætti að hætta þessu jólastússi. Mig langar eiginlega ekki í neitt sérstakt í jólagjöf. Aftur er ég efins um hvort það sé gott eða slæmt. Það gæti þýtt að ég mig skorti ekkert og ég sé þar af leiðandi afskaplega hamingjusöm (ég er ekki alveg sannfærð um það, ekki það að ég sé eitthvað sérstaklega óhamingjusöm) eða þá að ég sé bara svo leiðinleg að mér detti ekkert í hug. Þetta er ráðgáta.
No comments:
Post a Comment