Sunday, December 15, 2002

Hjúkk
Eftir að bílinn minn bilaði á fimmtudaginn hef ég varla sofið vegna kvíða útaf væntanlegum viðgerðarkostnaði. Að þessu sinni fór þó betur en á horfðist. Ég og pabbi rifum dekkið undan áðan og eftir að við skruppum í Byko að kaupa 30 mm topplykil (og 90 m af rauðri útiljósaseríu) gátum við náð draslinu í sundur. Í ljós kom að einn bremsuborðinn var orðinn að dufti, þ.e. hann var barasta horfinn og hinn var einnig töluvert eyddur og hafði það valdið hinum miklu óhljóðum sem bílinn gaf frá sér. Þetta er auðveld viðgerð og pabbi ætlar að kaupa nýja borða á morgun svo allt útlit er fyrir að þetta verði komið í lag fyrir þriðjudag.

Klásus
Seinasta klásus í læknadeild Háskóla Íslands lauk á laugardag. Fögnuður hjá hetjunum er sátu hann var að sjálfsögðu mikill og stóð víst gleðin lang fram undir morgun á Hverfisbarnum eins og vera ber. Ég var að hugsa um að skella mér en nennti ekki. Ég hefði þó betur gert það þar sem mér hundleiddist bara heima.

No comments: