Wednesday, December 11, 2002
Ég segi draumfarir mínar ekki sléttar. Mig dreymdi nebblega í nótt (þ.e. að segja í morgun) að ég væri stödd á Reykhólum þar sem ég bjó milli 7 og 12 ára aldurs. Ég var þó hvorki 7 né 12 ára heldur bara svona um tvítugt og ég leit satt að segja alls ekki út eins og ég. Það er skemmst frá því að segja að ekki var allt með felldu í þessu litla þorpi (enda var þarna komin krá sem er afar hæpið að myndi standa undir sér í 350 manna samfélagi) og ég átti að leysa einhverja ráðgátu sem var í gangi með yfirskilvitlegum vitrunum sem ég fékk í tíma og ótíma. Ég held að þarna sé um að ræða áhrif frá Twin Peaks þáttunum sem ég hef verið að horfa á undanfarið. Eins og venjulega hringdi ákkúrat síminn þegar ég var að komast til botns í málinu og nú fæ ég aldrei að vita endinn.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment