Tuesday, December 03, 2002

Ég held að það sé bara allt að verða vitlaust. Svo virðist sem gaurinn sem braust inn í bílinn hennar móður minnar á aðfaranótt sunnudags hafi skilað bílskúrshurðaopnaranum sem hann stal úr hanskahóflinu. Mamma fann opnarann fyrir utan bílskúrinn í morgun. Við erum að tala um mann sem kippir sér ekki upp við að valda tugþúsunda tjóni með því að brjóta rúðu en skilar svo bílskúrshurðaopnaranum sem er einskis virði.
Ef einhverjum detta einhverjar snilldarlegar skýringar á þessu fyrirbrigði þá er ég meira en tilbúin að hlusta.

No comments: