Ég fann algjöra snilldar bók á 4. hæð í Hlöðunni, í þjóðfræðideild. Hún heitir The English Gentleman og hefst á kafla sem heitir því skondna nafni Apology. Í þessari sömu hillu voru bækur eins og Drinking in America, dönsk bók um hvernig ætti japönsk teathöfn færi fram og aðrir gullmolar.
Ég fékk líka bréf á þriðjudaginn, það er kannski hæpið að kalla það bréf, það var meira svona bleðill. Hann var frá Þjóðarbókhlöðunni. Þar var verið að tilkynna mér að ég væri komin í vanskil með eina bók sem ég átti að skila 29. nóvember 2002. Það var allt saman satt og rétt. Mér fannst þó heldur merkilegt að ég skildi ekki bara frá emil til að tilkynna mér um þetta brot mitt. Daginn eftir fór ég að sjálfsögðu og skilaði bókinni enda var ég búin að nota hana. Ég var viss um að ég þyrfti að greiða há sekt. Nei, sú var ekki raunin sem betur fer fyrir mig fátækan námsmanninn. Sektin var nefnilega aðeins upp á 20 kr. Hún var sem sagt ekki nóg til að greiða fyrir sendingarkostnaðinn á bréfinu. Ef ég man rétt kostar 45 kr að senda bréf innanlands auk pappírskostnaðar og vinnu og reiknast mér til að tap ríkisins af þessu sé um 25 kr. Það er ekki skrítið að ekki séu til nógir peningar til að reka þetta batterí ef þeim er varið svona. Ég sem kem á Þjóðarbókhlöðuna á hverjum einasta virka degi og stundum um helgar fæ sent bréf heim. Það hefði verið ódýrara að hringja í mig heldur en að senda bréf enda gerir það varla nokkur maður lengur nema bankar af því að þeir eiga svo mikið af peningum og geta eytt þeim í vitleysu.
Fátæktarhornið
Ég hlustaði á endurfluttan þátt Arnþrúðar á Útvarpi Sögu í gær. Í heimsókn hjá henni var kona frá Mærðastyrksnefnd. Hún sagði að á mánudaginn hefðu 124 fjölskyldur fengið úthlutað hjá nefndinni og á miðvikudeginum hefðu þær verið 194. Ef við reiknum með að tveir séu í hverri fjölskuldu gerir það 636 einstaklinga en ef við höfum þrjá í hverri fjölskyldu eru þeð 954 einstaklingar. Það eru nokkuð margir finnst mér. Ef reiknað er með að á höfðuborgarsvæðinu öllu búi 95.000 manns eru það um 1% íbúa sem leita til nefndarinnar í hverri viku. Þá er ótalinn sá fjöldi einstaklinga sem leitar til annarra hjálparstofnana. Auðvitað eru líka alltaf einhverjir sem eru of stoltir til að þiggja gjafir. Mér þykir þetta ansi hreint hátt hlutfall.
No comments:
Post a Comment