Ég er mjög óheppin með sessunaut á Hlöðunni í dag. Hann hlustar hátt á tónlist. Klórar sér mikið og borar fjálglega í nefið þegar ég sé til. Ég hef ekkert á móti fólki sem borar í nefið, maður á bara helst ekki að gera það fyrir framan aðra og þá sérstaklega ekki bláókunnugt fólk. Ég þakka fyrir að vera ekki klýgjugjörn, þá væri ég búin að kasta upp.
Ég svaf all hressilega yfir mig í mörgun. Vaknaði ekki fyrren kl. 11:47 þegar afi hringdi. Ég væri eflaust enn sofandi. Lærdómurinn hefur ekki gengið sem skildi. Ég var ekki dugleg í gær enda þreytt eftir prófið. (Núna var hann að ropa) Ég er líka hálf slöpp í dag og afskaplega einmanna því hér er enginn sem ég þekki nema fólkið sem er alltaf á 3. hæð sem ég held ég þekki en ég þekki í raun ekki neitt.
Ég hlakka afskaplega til Coldplay tónleikanna annað kveld en er súr yfir þeirri útsölu sem nú er í gangi. Alltaf gaman þegar manni er refsað fyrir að kaupa miða tímanlega. Ég vona bara að ég geti skemmt mér á tónleikunum en verði ekki að farast úr áhyggjum vegna prófsins daginn eftir. Það ætti að vera í lagi ef ég verð dugleg að læra.
No comments:
Post a Comment