Monday, December 09, 2002

Það voru allir í prófi í dag nema ég. Ég veit ekki hvort það er gott eða slæmt. Ég hallast að því að það sé slæmt. Já vesalings læknisfræði og lögfræðinemarnir þreyttu próf í dag. Vonandi gekk það sæmilega. Ég er mjög fegin að vera hætt í læknisfræði. Ein spurningin var um hryggskekkju við háls axlir eða e-ð svoleiðis bla bla. Ég er viss um að ég hefði ekki getað svarað henni. Ég er að hlusta á jólalög á fullu, er að vinna í að koma safni heimilisins inn á tölvuna, verst hvað allir diskarnir eru rispaðir og kámugir, það veldur miklum vandræðum.
Ég er gerðist svo djörf að kaupa eina jólagjöf síðastliðinn föstudag. Hún er handa mömmu. Þá á ég eiginlega bara eftir að finna eitthvað handa pabba. Það er nú alltaf höfðuverkur enda hefur maðurinn dýran smekk, rándýr áhugamál og ég er búin að gefa honum geisladisk síðastliðin 3 ár held ég svo það er ekki alveg málið. Allir sem hafa góðar hugmyndir geta sent mér emil eða commentað.

No comments: