Tuesday, December 17, 2002

jæja prófi númer tvö er lokið. Það var býsna strembið. Verst var hinsvegar að ég missti af því þegar kennarinn kom inn. Prófið var í sal á 2. hæð í Valsheimilinu. Það er mjög stór salur, nokkrir tugir manna að þreyta próf. Ég sat lengst úti í horni eins langt frá dyrunm og hægt var. Ég heyrði hvorki né sá þegar kennarinn kom inn. Ég var víst ekki ein um það, sú eina sem ég veit að sá hann var stelpa sem sat alveg við dyrnar. Það fannst mér skítt. Að sjálfsögðu náði ég ekki að fara yfir allt efnið þó það væri í raun grátlega lítið. Ég kann ekki að læra um helgar.

Mömmuhornið
Móðir mín hefur miklar áhyggur af því að við séum orðin eins og The Osborns (þetta er undarlega skrifað) af því að ég sé að blokka eins og hún kallar það. Ég hef reynt að sannfæra hana um að ég ræði lítið um fjölskyldu mína hér. Þá stakk hún upp á því að ég myndi auglýsa svona að þeir lesendur síðunnar sem vildu gætu fengið að koma heim og hjálpa henni að þrífa alveg ókeypis. Það finnst mér góð hugmynd því þá þarf ég ekki að gera það. Þeir sem hafa áhuga geta hringt eða sent SMS í síma 697-9896.

Jólahornið
Pottaskefill leit við í Breiðholtinu aðfaranótt mánudags. Hann kom að sjálfsögðu færandi hendi og fengum við systkinin Daim súkkulaðistykki og litlar munnhörpur. Það vakti mikla kátínu hjá mér en bróðir minn var farinn að óska þess að jólasveinninn hefði farið framhjá þegar ég var búin að spila á munnhörpuna í 5 mínútúr samflett. Ég var að reyna að spila lettnesku kalla lagið en gat ekki spilað nema svona 3/4.
Fjölskyldan áætlar að fara að kaupa jólatré á föstudag eða laugardag. Eitthvað verður tréð minna í ár en undanfarið og er ekki örgrannt um að ég hafi áhyggjur af því að ekki komist allt skrautið á tréð. Það verður þó bara að koma í ljós.

Bílahornið
Já drossían er barasta komi í lag. Pabbi gerði við bilunina í hádeginu í gær og kann ég honum góðar þakkir fyrir. Nú bremsar bílinn á öllum hjólum og ekki heyrast lengur brestir þegar ég bakka sem er gott. Það var hinsvegar slæmt að ég þurfti að kaupa bensín áðan fyrir tæpar 3000 kr. Ég er hluti af þessum 15% þjóðarinnar sem hefur ekki efni á að halda jól.

Hræðsluhornið
Ég sem og allir aðrir áskrifendur að póstlista HÍ fékk nokkuð skelfilega tilkynningu í gær. Ráðist var á nemanda í trjágöngunum með eggvopni og hann rændur síðastliðinn fimmtudag kl. 9 árdegis. Nemandinn hlaut minniháttar meiðsl. Hann hafði verið á leið í próf. Ekki fylgdi sögunni hvernig honum hefði gengið í því.
Þetta finnst mér afar alvarlegt. Sjálf labbaði ég um þessi trjágöng tvisvar í seinustu viku. Það er orðið alvarlegt mál þegar menn geta ekki gengið um í Reykjavík að degi til án þess að á þá sé ráðist.

Úti á horni
Úti á horni er jólasveinninn Askasleikir er kom til byggða í nótt

No comments: