Monday, December 02, 2002

Jæja, ég er komin á Bókhlöðuna. Ég var svo óheppin að sofa yfir mig, það voru stór mistök. Hér eru öll borð upptekin, öll fíflin sem hafa ekkert nennt að læra í allan vetur eru mætt, mér finnst að ég ætti að hafa forgang í ljósi þess að ég hef komið hingað nánast á hverjum einasta degi í allan vetur en það er ekki svo. Þetta var mjög viðburðarík helgi en flestir viðburðirnir voru svona frekar leiðinlegs eðlis svo ég nenni ekki að tala um það. Reyndar voru ótrúlega mögnuð norðurljós á aðfaranótt sunnudags um eittleytið, ég hef varla séð annað eins amk ekki innan borgarmarkanna.
Ég hafði það af í gærkvöldi að byrja á öðru bindi blikktrommunar og las alveg 10 blaðsíður, það var svo sem ágætt.

Jæja ég ætla að fara að sökkva mér í þunglyndi yfir almennum aulaskap mínum.

No comments: