Óþolandi sessunauturinn muldrar tölur út í loftið og nú var hann að enda við að láta braka í puttunum á sér. Ég held hann ætti að reyna að einbeita sér meira að lærdómnum.
Pólitíska hornið
Össur ku hafa boði Ingibjörgu Sólrúnu að taka 5. sæti á öðrum hvorum framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég hef mjög blendnar tilfinningar gagnvart þessu. Ég er til dæmis ekki hlynnt því að Björn Bjarnason og Gunnar I. Birgisson sitji í borgar- og bæjarstjórn og á þingi. Það er bara of mikil vinna fyrir einn mann. Það að vera í borga- eða bæjarstjórn er mikil vinna og krefst eljusemi og tíma og það sama má segja um að vera alþingismaður. Mér finnst sem í því að sinna báðum störfunum á sama tíma felist ákveðin lítilsvirðing við kjósendur. Menn eru ekki tilbúinir til að helga sig öðrum hvorum starfsvettvanginum fullkomlega. Að vera borgarstjóri er enn meiri vinna og hætt er við því að ef Ingibjörg væri á þingi myndi hlutverk hennar inna Samfylkingarinnar vera mjög mikilvægt og í því fælist mikil vinna.
Aftur á móti er Ingibjörg mjög hæf og dugleg og gott væri að njóta starfskrafta hennar sem víðast. Sannleikurinn er samt sá að ég vil ekki missa hana úr borgarstjórastólnum alveg strax og ég efast um að Samfylkingin sé tilbúin til að njóta hennar í landsmálunum.
Eitt finnst mér þó þreytandi og það er sífellt tal andstæðinga hennar um að hún hafi lofað að fara ekki út í landsmálin. Hún hefur rétt til að skipta um skoðun eins og annað fólk og ég veit ekki betur en að hæstvirtur Davíð Oddsson hafi farið frá borginni og skilið þar eftir rjúkandi rúst.
Þetta mun allt skýrast á næstu dögum og vonandi verður sátt um málalyktir hverjar svo sem þær kunna að verða.
ESB
Mikið er rætt um það hvort innganga Íslands í ESB verði kosingamál. Ég er farin að halda að svo verði ekki. Menn eru að sjá að það er eiginlega of seint fyrir okkur að ganga í sambandið. Við munum líklega sogas inn í það hvort sem er. Ef við viljum ekki ganga í það þurfum við að spyrna við fæti og það á ekki að gera með því að hæstvirtur Davíð Oddsson móðgi sendimenn ESB í viðræðum. Ég fer bráðum að þurfa að gefa út yfirlýsingu um að ég lýti ekki á Davíð sem fulltrúa minn þar sem hann hefur undanfarið náð að móðga næstum alla í heiminum með dónalegum og gerræðislegum yfirlýsingum um hin ýmsu heimsmál og hagsmunamál Íslands.
Ég vildi óska að við værum í ESB. Þá gæti ég farið í næstum hvaða háskóla sem er í Evrópu án þess að borga himin há skólagjöld. Verð á áfegni væri að lækka en ekki hækka. Við hefðum tekið upp evruna og þá myndi Kárahnjúkavirkjun ekki leiða til vaxta- og vísitöluhækkana í sama mæli og hún mun gera af því að við erum ekki í ESB.
Já þá væri gott að búa á Íslandi.
No comments:
Post a Comment