Hér með yfirlýsist að þetta svo kallaða internet er bara hundleiðinlegt. Þá bið ég nú frekar um góða bók.
Þegar ég er búin að skoða mbl.is sem nota bene verður morknari með hverjum deginum sem líður, kreml.is sem er alltaf snilld en það tekur ekki nema 5 mín að lesa hana á hverjum degi, strik.is sem hefur ekki alveg verið að standa sig í stykkinu undanfarið og þær fimm bloggsíður sem ég skoða svona um það bil daglega þá er bara allt búið. Það er ekkert vit á þessu alneti, bara vitleysa.
Ég ætla að fara að hlaða niður jólalögum og leggjast í þunglyndi.
Mig langar heim en ég get ekki farið heim því ég er búin að vera ömurlega löt í dag og ég á eftir að þrífa í vinnunni og prenta út ljóta ljóta ritgerð og það er svo sem ekkert að gera heima. Mamma á örugglega eftir að láta mig þrífa eða eitthvað álíka leiðinlegt. Böh
No comments:
Post a Comment