Wednesday, December 04, 2002

Ég gafst upp á Hlöðunni og fór bara að keyra um bæinn. Mér er samt sem áður fyrirmunað að skilja afhverju það er ekki hægt að hafa það mörg borð, stóla og bílastæði að svona megnið af þeim sem vilja geti lesið á Bókhlöðunni eða í örðum byggingum Háskólans. Það eru ekki allir svo heppnir að geta lesið heima hjá sér. Ég á til dæmis mjög lítið herbergi, inni í því er hinsvegar mjög stórt og afar freistandi rúm en skrifborð á stærð við frímerki. Afhverju lærirðu ekki inni í eldhúsi kynni þá einhver að segja. Þannig er mál með vexti að ég á bróður. Hann er oftast búin í skólanum snemma og þá kemur hann heim, oftast með einhvern vin sinn og þeir fara að spila töluvuleiki. Eins og allt vitiborið fólk veit þá eru tölvuleikir verkfæri djöfulsins og þar sem bróðir minn hefur nýlega eignast sérlega óþolandi leik með gífurlegum skothvellum og tilheyrandi sírenuvæli er ómögulegt að læra við okkar annars ágæta eldhúsborð.

Ég lærði sem sagt ekkert í dag sem er sérlega slæmt. Ég er þó búin að skila einu verkefni sem ég vann ásamt Hákoni samnemanda mínum í fornleifafræði.
Auk þess var ég að enda við að prenta út alveg hreint frábæra ritgerð sem ég ætla að skila á morgun.

No comments: