Ekki nóg með það að ég sé Halldór Ásgrímsson heldur er ég líka lesbíska karlkona ef marka má afar skemmtilega könnun á heimasíðu Eddu miðlunar. Þeir sem vilja kynna sér minn karllega heila frekar geta klikkast hér.
Ég er líka búin að setja aðventuljós í gluggan á herberginu mínu og ég afrekaði það í gær að setja jólasængurfötin á rúmið mitt. Ég verð samt að þrífa í herberginu mínu áður en frekari skreytingar geta farið fram held ég.
No comments:
Post a Comment