Ég er að fara heim. Það verður gaman. Mamma er eflaust í æstu skapi enda áformað að hefja hreingerningu á heimilinu í kveld.
Ég hef verið ágætlega dugleg að læra í dag þegar ég loks drattaðist framúr rúminu og upp á Hlöðu. Ég komst samt ekki yfir nema 60 bls sem er ekki mjög gott. Það lítur samt út fyrir að ég muni ná að klára allar ritgerðirnar á skikkanlegum tíma. Það væri líka asnalegt að gera það ekki þar sem ég er búin að hafa síðan um miðjan september til að gera þær. Já það er ekki kennurunum að kenna að ég er í tímahraki.
No comments:
Post a Comment