Saturday, December 16, 2006




Ég er annars komin heim úr minni stuttu heimsókn til Albany sem er höfuðborg New York fylkis. Þar er fátt að sjá en ég mundi þó eftir þessari byggingu frá því að ég bjó þarna sem barn.

Til að sjá mig sem álf, ýtið hér

Í dag ætla ég að klára að kaupa allar jólagjafir og fleira sem þarf að koma með heim á klakann, svo er bara að vona að allt komist í töskurnar...

Tuesday, December 12, 2006

Ég er búin að skila einni ritgerð í dag og þar með klára eitt námsskeið og ég er svakalega ánægð með mig. Núna er ég að hamast við að skrifa aðra ritgerð um kenningar í dýrabeinafornleifafræði og það er merkilega skemmtilegt.

Ég er ekki ánægð með nauðgunardóminn.
Vísir, 12. des. 2006 14:23
Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku
Rúmlega tvítugur karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun. Maðurinn nauðgaði stúlkunni sem er fjórtán ára í heimahúsi í september í fyrra. Stúlkunni var jafnframt dæmd um ein milljón króna í miskabætur.

Mér finnst 1 milljón ekki neitt, það er ekki hægt að kaupa bíl lengur fyrir milljón, það er ekki einu sinni árslaun fyrir verkamann. Þetta er alveg fáránlega lítið.

Monday, December 11, 2006

Hvernig væri að ég talaði aðeins um skólann hér á þessari netdagbók minni.
Ég hamast nú við að greina bein frá Grænlandi, það er rosalega gaman en líka erfitt. Selir eru skrítnar skepnur með undurfurðuleg bein sem er oft erfitt að átta sig á en ég er smán saman að ná tökum á þessu. Aðallega finnum við vöðuseli en líka stundum búta úr rostungshauskúpum og svo fann ég eitt bein úr blöðrusel. Inn á milli leynast líka hreindýr sem eru eins og stórar kindur en stundum eins og kýr. Ég fann líka fyrsta svínið á miðvikudaginn það fannst mér æðislegt.
Ég er líka að vinna í beinunum frá Kirkjubæjarklaustri. Þau eru frekar fyndin þar sem stór hluti þeirra er fagurblár á litinn vegna þess að jarðvegurinn er svo blautur.

Hér með ítrekast líka að ég kem heim að morgni þess 18. desember og er eins og áður hefur komið fram farin að hlakka mikið til að hitta alla og komast í smá jólastress!

Mig langar í nýjan síma en ég nenni ekki að finna út úr hvað ég þarf. Getur ekki bara einhver sagt mér hvað ég á að kaupa?
Hann þarf að vera ólæstur, með myndavél, dagatali, virka í USA, með góðan móttakara og endingargóða rafhlöðu og ekki skemmir fyrir ef hann er flottur á því!

Saturday, December 09, 2006

Á fimmtudaginn fór ég með Paolu á tónleika með Junior Boys í Williamsburg, það var ótrúlega gaman. Við dönsuðum eins og vitleysingar.
Vaka er orðin heimsfræg á Íslandi líkt og sést hér.
Veturinn er kominn hér í New York, í gær var -6°C ógeðslega kalt og rok, alveg eins og stundum heima á Íslandi.
Eins og áður hefur komið fram er ég orðin voðalega spennt að koma heim.
Nú þarf ég bara að klára allt skóladótið og svo fer ég að hitta Mike í Albany mínum gamla heimabæ.

Wednesday, December 06, 2006

Í dag fékk ég tvö skemmtileg símtöl. Fyrst hringdi mamma og við spjölluðum lengi sem er alltaf gott. Stuttu seinna fékk ég símtal frá Ásgeiri litla bróður sem er búinn að vera heima veikur í 2 daga með hita og ælupest. Hann vildi endilega hringja í mig sagði pabbi. Ásgeir heldur að hann muni bara fá tvær jólagjafir en hann var voðalega sáttur með það. Krakkar eru svo fyndnir.

Tuesday, December 05, 2006

Etta James er snilldar söngkona, bestu meðmæli frá mér. Það er gott að hlusta á gamla slagara þegar maður er að læra.
Á morgun þarf ég að flytja tvo fyrirlestra en það verður gaman held ég.
Í dag fór ég í fyrsta skipti og lét þvo af mér. Það fannst mér skrítið, mér finnst að fólk eigi að þrífa sinn eigin skít, amk svona að mestu leyti. Ég hafði bara ekki tíma til að hanga í þvottahúsinu og ég varð að skipta um rúmföt og handklæði, mér leið eins og ég væri einn af skólafélögum ömmu Albínu þegar hún var að læra arkítetúr í kóngsins Köbenhavn og sumir strákarnir sendu þvottinn sinn heim til mömmu með Gullfossi.

Thursday, November 30, 2006

Getur verið að okkar yndislega ríkisstjórn ætli enn einu sinni að greiða fyrir lækkun skatta á einu sviði með hækkun skatta á öðru? Mig minnir sterklega að skattar á sterkt áfengi hafi einmitt verið hækkaðir í síðustu skattalækkunarhrinu og nú á að spila sama leikinn aftur samkvæmt nýju frumvarpi. Mér þykir ansi líklegt að fyrir meðal-fjölskylduna (hver svo sem hún er) þá muni þessi hrókering þýða að sparnaður við matarinnkaup mun vera étinn upp ef fólk vill fá sér rauðvín með steikinni. Er neyslustýring á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins? Greinilega og ég sem hélt að þar á bæ snerist allt um frelsi og val og einstaklinga og bla bla....

Wednesday, November 29, 2006

Ég er komin með nýja og glansandi fína tölvu. Það er æði, þegar ég ýti á takka þá gerast hlutir strax en ekki eftir 10 mínútur eins og á gömlu tölvunni. Ég þarf bara að fá mér íslenska lyklaborðs límmiða.
Það er annars lítið að frétta héðan nema að ég hamast við lærdóminn, kannski tími til kominn og er farin að vera spennt að koma heim.
Eins og áður hefur komið fram var ég hjá Áslaug frænku í Þakkargjörðarfríinu og hafði það voðalega gott. Við elduðum fínan mat og fórum á nýju Bond myndina í bíó, hún var góð afþreying. Við fórum líka á ströndina, í Maine í nóvember! Nei smá grín, við fórum bara í göngutúr og við vorum í úlpum. Ég fann dáið síli og krabbakló og skel. Þrautþjálfuð augu fornleifafæðingsins eru alltaf að!

Tuesday, November 21, 2006

Ég þoli ekki að pakka. Eftir flutningin hingað til New York, ferðir heim til Íslands, á ráðstefnur, endalauss flandurs frá Skriðuklaustri í bæinn og til annarra útkjálka þá reiknast mér til að ég sé búin að pakka um það bil 143579345727 sinnum undanfarin 2 ár. Það er ekki gott mál. Nú er ég orðin svo áhugalaus um pökkun að ég hendi bara drasli ofan í töskuna, nenni ekkert að brjóta saman eða hugsa mikið um hvað ég er að taka með sem leiðir til þess að mikilvægir hlutir gleymast, óþarfi fer með og allt verður að einu ljótu krumpustykki. Ekki gott mál.
Flutningurinn úr íbúð þar sem ég hafði 3 stóra fataskápa í íbúð þar sem ég hef einn lítinn fataskáp leiddi líka til þess að ég geymi hluti í ferðatöskunni minni svo ég þurfti að tæma hana áður en ég gat pakkað, oj barasta!

Sunday, November 19, 2006

Os mutantes eru snilldarhljómsveit, mæli með að allir kíki á þau. Þau eru brasilísk og frá 7. áratugnum en ótrúlega fersk samt.
Sumarið virðist loksins vera búið hérna í Eplinu og þar sem ég er að fara til Áslaugar frænku í Main yfir Þakkargjörðarhátíðina er nokkuð líklegt að ég fái að sjá smá snjó svona eins og er í Reykjavík.
Ég er búin að vera rosaleg dugleg að elda undanfarið, eldhúsið í nýju íbúðinni er betra þó að það sé minna borðpláss. Í hinni íbúðinni var bara eitthvað svo þröngt og klínískt.

Wednesday, November 15, 2006


Af mbl.is
Erlent | AFP | 15.11.2006 | 14:32
Þing Pakistans samþykkir breytingar á lögum um nauðgun og hjúskaparbrot

Þing Pakistans samþykkti í dag að stjórnarfrumvarp um að breyta lögum, sem gilt hafa í landinu um nauðgun og hjúskaparbrot en þau lög byggjast á íslömskum bókstafstrúarlögum.

Gömlu lögin, sem eru 27 ára gömul, gerðu kváðu á um að kona, sem vildi kæra nauðgun, þyrfti að leiða fram fjóra karla sem vitni en ella gæti hún átt yfir höfði sér ákæru fyrir hjúskaparbrot.

Íslamskir bókstafstrúarmenn úr röðum þingmanna tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni um nýja frumvarpið í dag og vöruðu því því, að breytingarnar myndu breyta Pakistan í þjóðfélag þar sem frelsi í kynferðismálum yrði ríkjandi.

Alltaf gaman þegar góðir hlutir gerast þó að vissulega mættu þeir oft gerast miklu hraðar.
Ég sá Borat í bíó, það er fyndin mynd.
Mér fannst ekki jafn fyndið að Árni Johnsen skildi vinna í prófkjöri Sjálfstæðismanna, að 3000 manns hafi kosið hann er hneyksli. Ég er alveg sammála því að hann sé búinn að taka út sína refsingu og hann fullan rétt á að fá tækifæri til að vinna fyrir sér og hvað eina en ég sé bara ekki að maðurinn eigi neitt einasta erindi aftur á þing og þangað er hann að fara. Hann fékk þar sitt tækifæri og gerði ekki gott úr því, mér finnst hann ætti tvímælalaust að reyna fyrir sér annars staðar.
Ég fór annars á MoMa (Museum of Modern Art) um daginn og það var snilld að venju en því miður var búið að taka niður myndbandsverk Steinu Vasulkas, það fannst mér leiðinlegt. Verkið er skemmtilegt og það kitlaði óneitanlega þjóðerniskenndina að hafa verk eftir Íslending uppi á svo stóru og þekktu safni.

Annars er það helst í fréttum að ég hef verið löt við að blogga og ég sá Johnny Knoxville úr Jackass hjá NYU í seinustu viku. Hann var ósköp villtur eitthvað og ég var að hugsa um að bjóða fram aðstoð mína en ég var að verða of sein í tíma svo ég hætti við. Ég hefði líklega ekki tekið eftir honum nema af því að hann var í allt of stuttum buxum sem kom mér spánskt fyrir sjónir svo ég leit aftur á hann. Hann er líka sætur í eigin persónu ef einhver var að velta því fyrir sér.

Friday, November 03, 2006

Til Guggu og fleiri sem eru eitthvað ruglaðir varðandi flutninginn

Við Erika fluttum saman til Astoria af því að gamla íbúðin okkar var of dýr og staðsetninging var ekki nógu heppileg til að komast í skólann. Núna erum við í mjög fínni íbúð með tveimur alvöru baðherbergjum, ég er með sér svefnherbergi og skrifstofu.
Hverfið er líka allt öðruvísi, allir í húsinu eru hispanic nema ég ekki bara leiðinda uppar eins og á gamla staðnum. Það er líka alvöru matvörubúð hérna rétt hjá sem er alveg æði svo þetta er allt í ágætis lukkunnar velstandi.
Það er ennþá nóg pláss fyrir gesti og góður stemmari bara.
Í kvöld þarf ég að fara í móttöku útaf styrk sem ég fékk frá CUNY, ég get engan veginn ákveðið í hverju ég á að fara, maður veit aldrei með þessa Ameríkana hvort þeir verða fínir eða ekki.

Wednesday, November 01, 2006

Síðasti póstur átti að vera niðurstaða úr persónuleikaprófi þar sem fram kom að ég væri Stan úr South Park, það virðist eitthvað hafa misast.
Ég fór með Mike að sjá Hrekkjavökuskrúðgöngu í Greenwich village í gær, það var voða gaman.
Blogger er ekki að leyfa mér að setja inn myndir núna, ég reyni aftur seinna.

Saturday, October 28, 2006

Friday, October 27, 2006

Ég er alveg að verða búin að koma mér fyrir. Ég var að enda við að troða fötunum mínum í pínulitla skápinn minn. Það komst ekki mikið fyrir og nú er kommóðan líka smekkfull, skápapláss er gott pláss.
Ég á enn eftir að klára að skrúbba eldhúsgólfið svo að allar fúurnar verið hvítar en ekki bara sumar og svipað þarf að fara fram á baðinu.
Ég ætla líklega að setja upp nýjan lyfjaskáp og fleiri handklæðaslár. Það á líka eftir að klára að raða í eldhúsið og hengja upp fleiri myndir og spegilinn minn en þetta er bara orðið ansi hreint kósí hjá mér.
Eimskips-dagatalið er loksins komið upp og minnismiðataflan mín, hvorugt gerðist svo frægt að prýða veggi gömlu íbúðarinnar.
Ég á líka eftir að redda einhverju kerfi til að geyma útifötin mín, núna hanga þau á skrifborðsstólnum ekki alveg nógu sniðugt.

Thursday, October 26, 2006



Hér eru nokkrar myndir úr nýju íbúðinni
Við mamma þreyttar en ánægðar með árangurinn, við sitjum í stofunni.

Wednesday, October 25, 2006

Ég er flutt inn í nýju íbúðina og við erum smán saman að koma okkur fyrir, þetta gæti orðið ansi fínt þegar allt er tilbúið.
Það er orðið kalt úti og það finnst mér fúlt.

Thursday, October 19, 2006

NFS, 19. Október 2006 12:09
Kynbundinn launamunur nánast óbreyttur í áratug

Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum. Ný rannsókn sem Capacent gerði fyrir Félagsmálaráðuneytið sýnir að konur eru með 84,3% af launum karla - sem eingöngu má rekja til kyns. Fyrir tíu árum voru konur með 84% af launum karla. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðuna.

Ráðherra leitar eftir samstarfi við aðila vinnumarkaðarins um það hvort hægt sé að beita nýrri aðferðarfræði, s.s. að lýsa eftir aukinni ábyrgð stjórnenda.

Svo segja sumir að það sé ekki þörf á jafnréttisbaráttu og femínisma!Rögl!

Hér er líka áhugaverð grein af The New York Times um hvernig konur hér klæða sig á Hrekkjavöku

Wednesday, October 18, 2006

Ég gleymdi víst að segja hvað myndin hét, I am legend og samkvæmt IMDb á myndin að koma í kvikmyndahús 2007.
Það er ennþá 20°C hiti hér og það mun líklega ekki rigna um helgina sem er gott því ég er loksins að flytja.

Tuesday, October 17, 2006

Stundum er mjög skrítað að búa hér í New York. Undanfarnar 2 vikur hafa staðið yfir tökur á væntanlegri Will Smith mynd niðri við Washington Square Park sem er rétt hjá þar sem ég fer í NYU tímana mína. Stundum hefur götum í nágrenninu verið lokað vegna þess og í seinustu viku var búið að setja upp fullt af bílum sem leikmuni, þeir voru allir voðalega rykugir og svo var gervigras látið "vaxa" upp á milli gangstéttarhellanna og þeir voru líka með vindvél á staðnum.
Í kvöld bauð einn af prófessorunum okkur í mat heim til sín og það var alveg hreint yndislegt. Ég finn alltaf meira og meira hvað ég sakna þess að koma heim til fólks þar sem það hefur búið í mörg ár, allir sem ég þekki hér flytja ca. einu sinni á ári og það nær einhvern vegin ekki að koma ekta heimilislegur andi jafnvel þó fólk geri voða kósí.

Sunday, October 15, 2006

Fyrir áhugasama tilkynnist hér með að ég mun verða stödd á Íslandi frá 18. desember 2006 til 14. janúar 2007.
Byrjað er að taka við tímapöntunum.
Sérstakur áhugi er á öllu tengdu óhóflegri áfengisneyslu, skemmtunum og almennri ómennsku.

Ég fór á snilldartónleika með Badly Drawn boy á fimmtudaginn með Paolu í Hiro Ballroom sem er niðri í Meatpacking hverfinu. Íris og Hjördís muna kannski eftir staðnum, við fórum þangað í janúar afar seint um nótt. Staðurinn er mjög flottur, allt er skreytt í japönskum stíl með rauða veggi og pappírsljós.
Badly Drawn Boy var í góðu stuði, tók alla slagarana og spilaði heillengi, svaka stuð.

Wednesday, October 11, 2006

Það flaug víst lítil flugvél á hús sem er minna en 10 blocks í burtu frá mér en við vissum ekkert. Reyndar aðeins meiri þyrlu umferð en venjulega annars allt með felldu. Svona er auðvelt að láta hluti framhjá sér fara.

Tuesday, October 10, 2006

Stundum er erfitt að vera í skóla sérstaklega þegar maður þarf að gera verkefni um bók sem manni finnst leiðinleg og heimskuleg.
Það er ennþá 20°C hiti hér sem er snilld.

Friday, October 06, 2006

Íslensk fréttamennska í sínu fínasta pússi
Af ruv.is

Fyrst birt: 06.10.2006 18:35
Síðast uppfært: 06.10.2006 18:53
Vilhjálmur frá Brekku velti bílnum sínum

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi hófst í morgun á Höfn í Hornafirði. Nú stendur yfir hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins og meðal þeirra sem þar flytja erindi er Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði, fyrrverandi formaður sambandsins.

Vilhjálmur sem er 92 ára gamall velti bíl sínum á veginum yfir Öxi í gær á leið á þingið. Hann var með nýtt ökuskírteini og á nýjum bíl.
Ég vil byrja á að þakka þær fjölmörgu kveðjur sem mér bárust í gær í tilefni afmælisdagsins jafnt í gegnum síma sem og á netinu.
Ég fór út að borða á voðalega sætum frönskum stað sem hét 26 Seats og viti menn það voru einmitt 26 sæti á staðnum. Með í för voru Paola, Erika og Jeff kærastinn hennar. Ég fékk mér önd og við deildum Créme Brulée í eftirrétt rosalega gott.
Svo var haldið heim á leið og tekið þátt í græna korts lotteríi. Það er voðalegt vesen aðalega af því að ég ætlaði ekki að geta fengið myndina til að vera í réttri stærð en það hafðist á endanum.
Ég fékk rosalega flott armband úr bleikum steinum frá Áslaugu frænku og bleikt úr frá Paolu. Alltaf gaman að fá smá pakka en ég saknaði þess að fá ekki heitt súkkulaði a la mamma líkt og hefð hafði skapast fyrir, verð bara eiga það inni.
Ég ætla svo að reyna að halda almennilega upp á áfangann þegar við Erika erum fluttar inn í nýju íbúðina.
Ég fór og taldi klink í bankanum í dag og viti menn ég átti rúmlega $25 í klinki, það fannst mér mikið eftir ekki lengri búsetu en svona er ég dugleg að safna.
Í kvöld ætla ég að kíkja á lífið með strákunum úr prógramminu og kannski fá mér eins og einn bjór....

Wednesday, October 04, 2006

Við Erika erum búnar að finna íbúð í Queens og hér er hægt að sjá hana á korti. Við flytjum 23. október 2006.
Mér er afar létt.

Tuesday, October 03, 2006

Það er ömurlegt að reyna að finna nýja íbúð í þessari borg. Hér er ótrúlega mikið framboð af furðulegu húsnæði, svefnherbergi þar sem ekkert rúm kemst fyrir, railroad íbúðir þar sem öll herbergin eru í beinni línu og ganga þarf í gegnum herbergi til að komast á milli, sem sagt ómögulegt ef maður vill einkalíf, hér eru allar íbúðir með örsmáa glugga og almennt séð mjög litlar sem væri svo sem í lagi ef þær væru ekki líka skelfilega dýrar, í vondum hverfum og langt frá lestinni. Algjör snilld. Vonandi rætist samt úr þessu hjá okkur Eriku.

Thursday, September 28, 2006

Eitt orð: BANANI

Rostungar eru rosalega flott dýr og ég sá heila þrjá í Québec. Töff, töff töff

Wednesday, September 27, 2006

Dvölin í Québec var yndisleg, fullt af skemmtilegu fólki og fyrirlestrum og ég fékk 2. verðlaun í plakatasamkeppninni á ráðstefnunni. Þegar heim kom tók við sjúkt mikill lærdómur, ég flutti fyrirlestur í gær sem gekk glymrandi vel og svo er bara um að gera að halda áfram að hamast.
Ég er svo alveg að fara að eiga afmæli og mikið vildi ég að ég gæti haldið upp á það heima, ég get ekki ákveðið hvort ég eigi að gera mér einhvern dagamun hér og þá hvernig.

Monday, September 18, 2006


Sumir (lesist Vaka Ýr Sævarsdóttir) hafa greinilega ekki verið að fylgjast með á blogginu undanfarið. Hér kemur skýring á því af hverju ég var á þessum vagni sem sjá má á mynd í færslunni hér að neðan.
Ég fékk smá styrk frá skólnum og þar sem Ameríkanar eru sérlega skrúðgönguglaðir þá tekur skólinn oft þátt í slíkum samkomum og er þá gjarnan með vagn (e. float). Nú á sunnudaginn var Mexican Day Parade til að fagna þjóðhátíðardegi Mexícó sem var þann 15. september. Ég stóð sem sagt á þessum vagni í um klukkutíma í merktum stuttermabol og veifaði mexíkóskum fána og horfið á fólk hrópa og kalla af engri sýnilegri ástæðu. Skemmtileg lífsreynsla samt.
Læt hér fljóta með aðra mynd frá gelluferð.is

Annars virðist líka leika vafi á því hvað ég sé að dröslast til Quebéc ég er sem sagt að fara á ráðstefnu The North Atlantic Biocultural Organization sem skólinn minn er ein af aðalsprautunum í. Dvalist verður í Kanada fram á sunnudag og ég er bara nokkuð spennt enda hef ég ekki komið til þess ágæta lands áður.

Hér er mynd af mér á vagninum í skrúðgöngunni margumræddu

Sunday, September 17, 2006

Það er mikill missir að Margrét Frímannsdóttir sé hætt í stjórnmálum, stórgáfuð og reynd kona sem hefur staðið sig vel.

Saturday, September 16, 2006

Ég fór í bíó með Paolu og Whitney vinkonu hennar. Við ætluðum á The Last Kiss en það var uppselt svo við fórum á The Black Dalhia. Það var slæm ákvörðun þar sem þetta er einhver leiðinlegasta mynd sem ég hef nokkurn tíman séð, 5 hauskúpur frá mér!
Viðbrögð fólksins í salnum bentu til þess að fleiri væru á sömu skoðun, það var mikið hlegið á vitlausum augnablikum, frekar fyndið.
Annars er ég bara að fara til Quebec á þriðjudaginn, við ætlum að keyra og þurfum að leggja af stað eldsnemma um morguninn, spennó, þetta er svona 10 klst akstur.
Ég þarf að vera í skrúðgöngu á sunnudaginn, á vagni eða float eins og Bandaríkjamenn kalla það. Þetta er Mexican Day Parade og hún er kl. 10 á sunnudagsmorgni, gaman.

Thursday, September 14, 2006

Það er rigning.
Í gær sáum ég og Hjördís skvísa Carson úr Queer Eye for the Straight Guy vera að labba á Herald Square. Hann var mega flottur í tauinu, með vatnsgreitt hár, geggjuð sólgleraugu og almennt afar töff.
Í kvöld er ég að fara á Íslendingabjórkvöld, verð aðeins að rækta ræturnar, þær þurfa tíma til að enduraðlagast amerísku þjóðfélagi eftir að hafa verið í burtu og svo með 4 landa í heimsókn.

Saturday, September 09, 2006

Gelluferð.is!
Í gær var algjör NYC dagur. Við byrjuðum á að sjá Söru Jessicu Parker í Lord & Taylor, hún var rosalega sæt og krúttleg og yndisleg og við vorum mjög Star-Struck.
Það var haldið á djammið og við vorum úti til rúmlega 4 í nýjum gellufötum.
Svo fórum við í Chinatown að kaupa feik handtöskur og það var mega ævintýri.

Núna er ég þreytt og nenni ekki að skrifa meira í bili.

Tuesday, September 05, 2006

Mikið er gott að vera byrjuð aftur í skólanum þó það sé strax orðið of mikið að gere. Það er líka gott að vera komin heim í rúmið sitt og dótið sitt og vera búin að þrífa og svona. Ég á bara eftir að hengja upp fötin mín.
Það er líka gaman að sjá alla sætu strákana hér.

Monday, September 04, 2006

Ég er komin heim og búin að sofa eina yndislega nótt í mínu rúmi.
Hér er ógnvekjandi grein um þróun mála í Bandaríkjunum.
Íbúðin var viðbjóðslega skítug þegar ég kom og er enn, ég nenni engan veginn að þrífa annarra manna skít á alveg nóg með minn eiginn óhreina þvott. Meira ruglið.
Annars beið mín bréf þegar ég kom, ég fékk smá styrk frá skólanum, geðveik ánægð með það.

Wednesday, August 30, 2006

Dagurinn i gaer var afar vidburdarrikur. Eg vaknadi um morguninn og aetladi ad fara i sturutu en tad var ekki haegt tvi gatan min var rafmagnslaust. Eg for svo med Sally fra Sudur-Afriku, og Hannah og David fra Bretlandi ad skoda Templo Major sem var rosalega gaman. Vid hittum svo Ian fra USA fyrir tilviljun og fengum okkur hadegismat. Ta akvadum vid ad rolta um og reyna ad finna Arena Coliseo tar sem vid aetludum ad sja Lucha Libre, tjodaritrott Mexicana, nokkurs konar ykt glima i buningum rosa flott. A medan tessari leit stod rombudum vid a brudarkjolahverfi Mexico borgar, tar var bud eftir bud med ekkert nema brudarkjolum, teir voru yfirleitt hver odrum ljotari en mikid skemmtum vid okkur vel. Vid fundum loks Coliseo og akvadum ad i kvold skyldi sko farid a glimu og tad vard ur. Eg hef sjaldan skemmt mer jafn vel, tarna bordust filefldir karlmenn i bleikum, glansandim skraepottum, glimmer gollum i einhverju furdulegasta hamarki/lagmarki karlmennskunnar sem eg hef sed, algjort aedi.

Sunday, August 27, 2006

Mexico city er æðisleg borg. Í gær lenti ég óvænt í mexicósku brúðkaupi, brúðhjónin voru 17 ára og athöfnin var skipulögð á einni viku. Bienne vinkona mín vildi meina að það benti til þess að brúðurin væri ólétt.
Ég fór líka og skoðaði Teothichan í gær ótrúlega flottar fornleifar og óhugnalegt að hugsa til þess að þarna reisti siðmenning heila borg sem við vitum næstum því ekkert um og skiljum lítið í.
Ráðstefnan hefur gengið mjög vel og ég er búin að kynnast svolítið af fólki, það er mjög gaman að sjá hvað fólk er að gera ólíka hluti með beinin sín.
Mótmælin vegna kosninganna sem rætt hefur verið um í fjölmiðlum eru afar friðsamleg og setja skemmtilegan svip á mannlífið hér.
Ég mun segja meira frá dvöl minni við tækifæri.

Tuesday, August 22, 2006

Ég mæli eindregið með nýju Nelly Furtado plötunni, Loose, hrein snilld, ekkert gítarvæl eins og venjulega heldur bara djammandi snilld. Justin Timberlake er líka alveg að gera góða hluti.
Ég er búin að gera mega flott plakat til að kynna á ráðstefnunni í Mexicó og á eftir ætla ég að æfa fyrirlestrana sem ég þarf að halda fyrir Ramonu og Kate. Þetta verður rosalega gaman held ég.

Monday, August 21, 2006

Erum við Ásgeir ekki sæt? Ég er komin aftur til New York og það var bara ágætis tilfinning, svolítið eins og að vera komin heim. Nú þarf ég bara að pakka í 100000000 skiptið í sumar, vei. Ég er orðin spennt að fara til Mexicó.

Tuesday, August 15, 2006

Ég sá hina stórkostlegu kvikmynd Footloose í fyrsta skipti í gær. Hún er vægast sagt slöpp, frekar langdregin, persónusköpunin er léleg og söguþráðurinn er almennt heimskulegur. Tískuglæpirnir eru ófáir en þó er margt sem er í tísku núna líka sjáanlegt.
Ég verð í bænum á Menningarnótt, vill einhver leika við mig?
Svo er ég að fara út á sunnudaginn verður örugglega tómt vesen útaf öllum þessum hertu reglum en svona er þetta bara.

Wednesday, August 09, 2006

Fríða úr Saumó og hennar Egill voru að heimsækja mig á hringferð sinni um landið, voða dugleg að ferðast en hafa alltaf verði í rigningu frekar óheppin.
Á mánudaginn gáfum við ungum puttaferðalang far, hann var svo í sjónvarpinu í gær, einn af mótmælendunum.
Nú erum við að setja upp sýningu á þeim gripum sem við höfum fundið á Skriðuklaustri undanfarin sumur, rosa flott. Bæði bókarbrotin og hluti af textílnum eru til sýnis.

Tuesday, August 08, 2006

Við Erika höfum framlengt leiguna á íbúðinni til 25. okt sem er gott því þá þarf ég ekki að vera að flytja á meðan ég er í Mexico eða Quebeck.
Erika saknar mín því stelpurnar sem leigja herbergið mitt eru subbur sem fara ekki út með ruslið þó að það sé 40°C hiti og komnar í það pöddur, þær borða jógúrtið hennar og klára klósettpappírinn. Ég er voða góður meðleigjandi.
Verlsó í bænum var snilld. Til hvers að fara út á land þegar loksins er hægt að koma inn á skemmtistaði án raða, fara á snilldartónleika á Innipúkanum þar sem Hjálmar og Mugison voru brjálæðislega góðir ásamt Throwing Muses og bara almennri snilld.
Fór út að borða með stelpunum á Austur-Indíafélagið sem var rosa gott og gaman. Ég var úti öll kvöld til 5 eða 6 og gerði varla nokkuð annað en að vera full og svo þunn.
Ég læt fljóta hér með lítið ljóð eftir Jón frá Bægisá, seinustu fjögur erindin eru best.

Kvennareglur
Þig á vori þínu prýð,
þorngrund úng! með kransi;
dansa meðan til er tíð!
tekst þú snart frá dansi.
Ei sér morgunn, ennnú ljós,
út að læðast hraðar,
áður þú af ýngri rós
unnin, missir staðar.
Þinn á meðan spegil spenn,
spurður hrós þér inni,
hverfur vinur, sannmáll senn,
sá þér víst úr minni.
Þú meðan sér þig umkríng
þokka kynnta sveina,
stilt á þína strengi sýng,
stúlka! skemtun hreina.
Brátt þar stendur herra hár,
er hér nam þjón sig beygja;
barnið grætur, leikur lár,
lángspils strengir þegja.
Æfintýr og ástarljóð,
eiðar, krydd og smjaður
sætan draum þér færa fljóð!
finnst þá margur glaður.
Innan stundar ángruð þú
ektakona vaknar,
til klífs og mæðu kölluð nú,
kórunnar saknar.
Hafa rósir hjónabands
hart stíngandi þyrna,
þó er gamla meyju án manns
miklu verra að fyrna.
Lífsins blómstur líða af því,
lær þau rétt að meta!
aldrei fimmtán ára á ný
orðið muntu geta.

Monday, July 31, 2006

Belle & Sebastian eru snilld og Borgó var alveg málið. Á svæðinu var töluvert mikið af MR-ingum og öðru fólki sem ég þekkti og það var gaman. Veðrið var ekki snilld á laugardeginum en það var ekkert sem bjór og góð ullarpeysa gátu ekki bjargað. Dagný steikti handa mér sveittan hamma og kann ég henni góðar þakkir fyrir. Á leiðinni frá Borgarfirði fór pústið það var skemmtilegt.
Í dag hellirigndi og þar sem regnbuxurnar mínar eru orðnar að gati með buxum þá var það ekki alveg málið. Þetta gekk samt ágætlega.
Ég er farin að muna hvað er gaman í útilegu meira að segja þó að það sé rigning.
Við liðið á Teigi höfum lengi beðið eftir að Pirates of the Carribean komi í Fjarðarbíó og nú í vikunni mun þeirri bið ljúka og spennan er mikil.
Ég vil einnig þakka Þorgerði Katrínu fyrir hlý orði í garð fornleifarannsókna og áframhaldandi fjármögnun á þeim. Vonandi munu fagleg sjónarmið vera í miklum hávegum höfð enda er það líklegra til árangurs og ánægju frekar en kjördæmapot eða slíkt.

Saturday, July 29, 2006

Piltur og stúlka er yndisleg bók samanber: "karl og kona sem þekkjast og sjást, og fellur hvort öðru vel í geð, trauðla geta vináttumálum einum bundizt." og "Nú þótt svo megi virðast, sem ekki þurfi mikið áræði til þess, að bera það mál upp fyrir einhverjum, er maður veit áður, að honum er jafn kunnugt, sem manni sjálfum, segist þó flestum svo frá, er í þá raun hafa komið, að ekki sé hið fyrsta ástarorð ætíð auðlosað á vörum þeirra sem unnast;"

Wednesday, July 26, 2006

Af hverju þarf skattframtalið og álagningarseðilinn að vera svona illskiljanlegt? Af hverju er þetta alltaf vitlaust? Reyndar er hægt að senda beiðni um leiðréttingu á netinu sem er snilld.
Það er búið að vera svo gott veður og alltaf batnar tanið, ég er reyndar komin með smá hanskafar svo nú verð ég að hætta að vera með þá þegar það er sól.
Um helgina er svo Borgarfjörður Eystri alveg málið um helgina.

Tuesday, July 25, 2006

Ég fór í Laugafell í gær, við stelpurnar vorum í lauginni í 2 klst og 15 mín, ég held það sé persónulegt met enda er ég orðin heltönuð og flott. Það er stanslaus hasar í uppgreftrinum við erum alltaf í fréttunum vorum í kvöldfréttum bæði á NFS og RÚV í gær, þetta er orðið hálf þreytandi en samt voða gaman. Samt lítið að gerast á nýja svæðinu mínu en mér finnst það í góðu lagi.
Núna er bíll frá Öryggismiðstöð Íslands að passa okkur (kannski meira samt vinnusvæðið við stöðvarhúsið) og það er frekar fyndið. Greyið drengurinn er að deyja úr leiðindum og þurfti að fá vatn að drekka hjá okkur.
Kveðjur úr blíðunni.

Sunday, July 23, 2006

Það er aftur bongó í Fljótsdalnum. Heimsókn, Hjördísar, Nonna, Írisar, Daða og Vöku var algjör snilld. Við tjölduðum á Seyðó, fórum á snilldartónleika með Ampop, þeir eru æði og eru að fara í stúdíó að taka upp nýja plötu, spennó. Todmobile er einhver mesta snilldarballhljómsveit í heimi, stemmarinn í Herðubreið var svakalega sveittur en þau héldu uppi mögnuðu fjöri þrátt fyrir óbærilegan hita.
Hljómsveitin Fræ var hins vegar skelfileg, veit ekki hvernig tveir meðlimir úr hinni ágætu hljómsveit Maus geta tekið þátt í þessu rusli.
Ghostdigital var mjög góð að venju.
Vaka grillmeistari sá um hammana og voru tjaldbúðargestir sammála um að betri og sveittari borgarar fyrirfinndust ekki á Austurlandi öllu.
Ég þarf að fara að vinna í taninu, það er svo gott veður að ég er í pilsi og það gerist nú ekki oft.

Tuesday, July 18, 2006

Ég kom aftur í sjónvarpinu á RÚV í gær bæði í fréttunum kl. 19 og 22. Tengingurinn sem er sýndur í fréttinni, rosa flottur enda fann ég hann.
Ég og Cathy uppgraftarfélagi minn erum að verða búnar að klára svæðið okkar. Við erum svakalega duglegar.
Ég ætla upp að Kárahnjúkum í kvöld. Svolítið spennó að sjá breytingarnar frá í fyrra, þeir eru víst alveg að verða búnir að þessu karlarnir.
Ég fór að róa með Eiðavatni með afa í gær, ég er þrusugóður ræðari.

Ég hef miklar áhyggjur af Paolu vinkonu minni sem er nú stödd í Beirút. Öll fjölskyldan hennar býr þar og hún fór heim í "frí", eitthvað lítið um slökun þegar skyndilega er bara byrjað að bomba landið hennar. Það er ekki í lagi með Ísraela.

Monday, July 17, 2006

Ég hef nú gerst svo fræg að keyra í gegnum hin 5,9 km löngu Fáskrúðsfjarðargöng sem eru ef eitthvað er flottari en Hvalfjarðargöngin. Annars er búinn að vera yfir 15°C hiti hér vikum saman en reynar ekki alltaf sól. Um helgina gerði ég næstum ekkert og það var yndislegt.
Horfði aftur á Wimbeldon í gær og hún er tær snilld og Paul Bettany er HEITUR

Thursday, July 13, 2006

Ég er búin að kaupa miða á Innipúkann þannig að allir þangað.
Ég er orðin heltönuð eftir margra daga bongó hérna í Fljótsdalnum.
Um helgina er kannski málið að kíkja á Metalfest á Neskaupstað.
Ég hlakka geðveikt til Belle & Sebastian tónleikanna við ætlum að taka Roskilde/Þjóðhátíðarfílinginn á þetta og vera með partý tjald og stemmara.

Tuesday, July 11, 2006

Áhugasamir geta séð mynd af mér í fréttum NFS frá síðastliðnum, 8. júlí . Í dag fann ég rosalega flottan beintening og Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson, Þorsteinn Pálsson og Styrmir Gunnarsson komu í heimsókn í uppgröftinn og ég held þeim hafi bara litist vel á. Ég er að íhuga að kaupa miða á Innipúkann en finnst hann svolítið dýr. Hvað segir fólk um það?
Ég asnaðist annars loksins til að bóka gistingu fyrir Mexicó og auðvitað voru öll heppilegustu hostelin orðin full en vonandi verður þetta í lagi.
Ég er þreytt og nenni ekki að skrifa meira í bili. Jú annars það var sól í dag og ég er að verða eins og nýkomin frá Kanarí óþekkjanleg fyrir brúnku.

Wednesday, July 05, 2006

Ég er komin frá Roskilde sólbrún og sæt, ég er meira að segja með sandalafar. Veðrið var snilld, félagsskapurinn snilld og tónlistin tær snilld. Bestu tónleikarnir sem ég fór á voru Franz Ferdinand og þó er ég ekki sérstakur aðdáandi þeirra, þeir höfðu bara svo ansi gaman af þessu. The Racounteurs voru líka mjög góðir tóku gott cover af Bang, Bang með Nancy Sinatra alveg gæsahúð.
Marth Wainwright var rosalega góð en bróðir hennar, Rufus, að sama skapi pirrandi.
Mánudeginum var eitt í Kóngsins Köbenhavn í glampandi sól og sumaryl og við Hildur versluðum svona temmilega mikið, fengum okkur bjór í Nyhavn og í Kristjaníu.

Sunday, June 25, 2006

Til hamingju allir sem voru að útskrifast í gær! Það var brjálað djamm. Ég er að fara á Hróarskeldu á þriðjudaginn ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því.
Annars er ég spennt að fara að sjá Pirates of the Carribean 2, býst við því að fara á hana í Fjarðarbíó á Reyðarfirði.

Tuesday, June 20, 2006

Þá er ég komin aftur á Skriðuklaustur, fjórða árið í röð. Það var gott veður í gær en frekar slappt í dag. Ég var að grafa á Hofi í Vopnafirði í seinustu viku, gaman að prófa nýjan stað. Glöggir einstaklingar hafa ef til vill séð mig í fréttum ríkissjónvarpsins á fimmtudaginn 15. júní maður er svo mikið celeb orðið. Annars voru allir mjög yndælir og frábærir á Vopnafirði og sérlega áhugasamir um uppgröftinn.
Saumó á föstudaginn var náttlega snilld, ég vil þakka Hjördísi fyrir matseldina, Írisi fyrir gestrisnina og svo innsiglaði snilldar Mojito bollan okkar Guggu náttlega gleðina.
Ég er að lesa Pride & Predjudice á ensku, hafði bara lesið hana á íslensku áður, það er ekkert smá mikill munur þar á eitthvað andrúmsloft sem skilar sér ekki í þýðingunni.
Ég keyrði hingað austur á sunnudaginn og sá hreindýrahjörð í fyrsta skipti á leiðinni yfir Öxi. Ég hafði hingað til verið sérlega óheppin, aldrei séð hreindýr þrátt fyrir að hafa unnið hér þrjú sumur og keyrt upp um allar trissur. En þetta kvöld sá ég sem sagt hreindýr og ref, mjög gaman.
Þetta er afar sundurlaus bloggfærsla.
Ég verð í bænum næstu helgi ef einhver vill leika við mig og svo er ferðinni heitið á Roskilde eftir viku, ég er orðin óheyrilega spennt.

Friday, June 09, 2006

Ég tilkynni hér með að ég er alveg til í að vera formaður Framsóknarflokksins eða ráðherra eða í einhverri vel launaðri nefnd. Ég geri mér grein fyrir að búseta mín erlendis gæti valdið vissum vandkvæðum en mannahallærið er mikið svo það hlýtur að reddast.
Í gær datt mér margt sniðugt í hug til að blogga um en þá var blogger bilaður og ég er búin að gleyma. Glöggir lesendur geta kíkt á tvo nýja tengla hér til hliðar.
Alltaf gaman að sjá hverjir kíkja á þetta raus mitt, gaman að fá athugasemd frá þér Bjarnheiður og því miður held ég að þú hafir rétt fyrir þér.

Auk þess hef ég heyrt að sögur af dauða Framsóknarflokksins séu stórlega ýktar. Það er líka öðruvísi að fanga dauða flokks því hann var nú aldrei lifandi enda í raun aðeins hópur fólks með sameiginlegar skoðanir amk oftast eða hvað?

Ég fór á tónleika Tilraunaeldhússins og ég mæli eindregið með hljómsveit Benna Hemm Hemm (er ekki viss með þessa stafsetningu) og svo var Amina náttlega góð og illi Vill kom skemmtilega á óvart, tvö þrusugóð lög þar á ferð.

Thursday, June 08, 2006

Kannski er það bara ég en mér finnst eitthvað rangt við að fagna dauða einhvers, jafnvel þó að hann hafi verið hryðjuverka- og glæpamaður og nú eru heilu stjórnirnar hoppandi upp og niður af kæti. Mér finnst þetta merki um siðferðislega hrörnun.

Tuesday, May 30, 2006

Ég er komin heim úr frábærri ferð til Puerto Rico. Ég fór á ströndina og náði meira að segja smá lit. Við fórum á margar gallerý opnanir og stóra listasýningu og það var ótrúlega mikið af fallgegum og spennandi listaverkum, ég vildi að ég ætti fullt af peningum til að kaupa þau öll.
Ég keypti æðislegt veski og tvö pör af geggjuðum skóm.
Það er ógeðslega heitt og rakt hérna í New York og ég þarf að pakka, ganga frá í herberginu og klára ýmislegt , ég held ég verið bara fegin að koma heim í kuldann.

Wednesday, May 24, 2006

Fréttin hér að neðan kemur mér ekki sérstaklega á óvart

Innlent | mbl.is | 24.5.2006 | 13:11

Yfir 40% stöðuveitinga pólitískar samkvæmt rannsókn stjórmálafræðiprófessors

Í nýrri rannsókn, sem Gunnar Helgi Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur gert er komist að þeirri niðurstöðu að rúmlega 40% opinberra stöðuveitinga eigi sér pólitískar rætur. Þetta kemur fram í grein í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.

Gunnar Helgi skoðaði 111 stöðuveitingar til æðstu starfa hjá ríkinu á tímabilinu 2001–2005. Af þeim voru 82 stöður forstöðumanna ríkisstofnana en aðrar stöður sendiherra, ráðuneytisstjóra og hæstaréttardómara. Flestir voru ráðnir af ráðherra, en nokkrir með öðrum hætti.

Gunnar Helgi komst m.a. að þeirri niðurstöðu, að samtals hefðu 44% þeirra sem fengu stöður þekkt tengsl við stjórnmálaflokka. Þetta sé fremur hátt hlutfall samanborið við kjósendur í heild en innan við 20 prósent þeirra segjast vera meðlimir stjórnmálaflokka. Hins vegar sé ekki óalgengt í öðrum löndum að á æðstu þrepum skrifræðisins sé flokksaðild útbreidd, jafnvel í ríkjum þar sem pólitísk fyrirgreiðsla er sjaldgæf. Þetta þurfi því ekki út af fyrir sig að vera vísbending um fyrirgreiðslu.

Prófessorinn segir, að enn sé nokkuð um hefðbundna fyrirgreiðslu í stjórnkerfinu, þótt í minni mæli sé en áður. Hún virðist nokkuð algeng á sveitarstjórnarstiginu og eins tengist hún rekstri á persónulegum netum stjórnmálamanna. Í öðru lagi noti flokkarnir „strategískar" stöðuveitingar í vissum mæli til mikilvægra starfa í stjórnsýslunni þar sem þeir vilja halda áhrifum sínum. Loks hafi stjórnmálamenn brugðist við óvissu í starfsumhverfi sínu með þróun samtryggingarkerfis, til dæmis í utanríkisþjónustunni.


Annars deildi Erika herbergisfélagi minn því með mér í gær að hún þjáðist af phobiu fyrir fólki með öfug andlit. Þetta háir henni sérstaklega þegar hún horfir á Fjölskylduföðurinn eða Family guy eins og þad útleggst á tungumáli hérlendra.


Ég er að fara til Puerto Rico á morgun og þar er 30 stiga hiti, jibbí.

Tuesday, May 23, 2006

Búin með ritgerðina, vei.
Hvernig væri svo að fólk skráði athugasemdir undir nafni....

Monday, May 22, 2006

Þekkir einhver hér hljómsveitina Súrefni, algjör snilld. Ég rakst á plötuna Wide noise (1997) með þeim fyrir nokkrum árum á geisladiskamarkaði í Perlunni og mæli hiklaust með henni svo og plötunni vs. Ég veit ekki hvort þessir gaurar voru eitthvað thing á sínum tíma. Upplýsingar óskast.
Annars er það helst í fréttum að ég er að verða búin með ritgerðina í Linguistic Anthropology sem ég hef mikið kvartað yfir og svo er ég að fara í sólina á fimmtudaginn eða eftir 3 daga.
Ég mæli eindregið með því að fólk kíki á færslu hinnar stórgóðu heimasíðu gofugyourself.com um Júróvísjón, verst að gellan sá ekki forkeppnina annars hefði hún örugglega haft eitthvað fallegt að segja um klæðaburð hennar Silvíu okkar.

Saturday, May 20, 2006

Til hamingju Finnland segi ég nú bara.
Ein ung frænka mín grét víst þegar Silvía Nótt komst ekki áfram en ég er stórhneyksluð á ummælum hennar um sænska keppandann, er ekki í lagi? Mér finnst þetta löngu hætt að vera fyndið, ég er reyndar ekki viss um að mér hafi nokkurn tíman fundist þetta fyndið en kannski er það misminni. Ég er í það minnsta fegin að hafa verið hér úti og misst af þessu öllu saman.
Annars er það helst í fréttum að ég er að fara til Puerto Rico eftir 5 daga og svo kem ég heim til Íslands 6. júní.

Friday, May 19, 2006

Íslenskt jafnrétti .
Til að taka upp léttara hjal þá má fólk endilega senda mér sms eða hringja í mig og segja mér úrslitin úr Júróvísjón.
Símanúmerið er einn-níu-einn-sjö-þrír-fjórir-núll-núll-átta-átta-níu.
Ég er að fara í grill/afmælisveislu í dag og þarf að vera í kjól, ég hef ekki verið í kjól síðan ég útskrifaðis úr HÍ í fyrra held ég.

Thursday, May 18, 2006

Ég er pirruð á þessum svakalegu sveiflum á gengi krónunnar, hvernig væri að hætta þessu rugli ganga í ESB og taka upp Evruna?
Vil benda öllum á að kíkja á heimasíðu Femínistafélagsins á mánudaginn þá munu koma upp spurningar sem sendar voru framboðunum í Reykjavík um jafnréttismál og svör við þeim.

Monday, May 15, 2006

Góðar og slæmar fréttir

Ég fæ að fara á ráðstefnu í Mexícó City en ég fer því frá Íslandi líklega 20. ágúst.
Hér er því ný og endurbætt dagskrá sumarsins

25.-29. maí Puerto Rico með Quin og Ashley
31. maí/1. júní-5./6. júní Portland í heimsókn hjá Áslaugu frænku sem á afmæli.
Að morgni 6. eða /7. júní mun ég koma á Klakann.
Ég mun dveljast í Reykjavík til 11. júní, þá þarf ég að keyra til Vopnafjarðar.
Vinna á Vopnafirði 12.-16. júní
19. júní til 15. ágúst vinna á Skriðuklaustri
Hróarskelda 27. júní til 3. júlí, fer beint aftur austur
14. júlí-21. júlí verða amma, afi, mamma og kannski fleiri fyrir austan, ég verð ekki í bænum þá helgi.
16.-20. ágúst ráðstefna á Hólum í Hjaltadal
20. ágúst fer aftur til NYC
23. ágúst - 3. september ICAZ ráðstefnan í Mexicó City

Ég er ótrúlega spennt en mér finnst leiðinlegt að geta ekki verið aðeins lengur í Reykavík, nú er bara enn meira um að gera að skipuleggja útilegur og sumarbústaðarferðir!

Ég fór á mjög skemmtilega Mogwai tónleika í Webster Hall á laugardaginn með góðvinkonu minni henni Paolu, mæli með bandinu.

Friday, May 12, 2006

Nokkrar tilvitnanir úr uppháhalds sjónvarpsþáttunum mínum

Charmed:
"Men are just utensils. Use them, wash them, dry them and put them in a drawer untill you need them again. "

Blow out:
Jonathan á raunastund: "I am so over me"

Thursday, May 11, 2006

Vegna fjölda fyrirspurna kemur hér yfirlit yfir plön mín í sumar

25.-29. maí Puerto Rico með Quin og Ashley
31. maí/1. júní-5./6. júní Portland í heimsókn hjá Áslaugu frænku sem á afmæli.
Að morgni 6. eða /7. júní mun ég koma á Klakann.
Ég mun dveljast í Reykjavík til 11. júní, þá þarf ég að keyra til Vopnafjarðar.
Vinna á Vopnafirði 12.-16. júní
19. júní til 15. ágúst vinna á Skriðuklaustri
Hróarskelda 27. júní til 3. júlí, fer beint aftur austur
14. júlí-21. júlí verða amma, afi, mamma og kannski fleiri fyrir austan, ég verð ekki í bænum þá helgi.
16.-20. ágúst ráðstefna á Hólum í Hjaltadal
20. ágúst til ca. 28. ágúst verð ég í Reykjavík

Skólinn úti byrjar 30. ágúst svo ég býst við að vera farin út fyrir það.

Annars eru helgar lausar, ég verð með bíl og get komið í bæinn og mig langar endilega að fara í a.m.k. eina útilegu eða sumarbústaðarferð, ég veit ekki hvað ég ætla að gera um verslunarmannahelgina.
Um að gera að panta tíma hjá mér á meðan enn er laust!

Wednesday, May 10, 2006

Enn eitt vefprófið, náttlega algjör sannleikur og takist afar alvarlega
The Keys to Your Heart

You are attracted to obedience and warmth.

In love, you feel the most alive when things are straight-forward, and you're told that you're loved.

You'd like to your lover to think you are stylish and alluring.

You would be forced to break up with someone who was emotional, moody, and difficult to please.

Your ideal relationship is traditional. Without saying anything, both of you communicate with your hearts.

Your risk of cheating is zero. You care about society and morality. You would never break a commitment.

You think of marriage as something that will confine you. You are afraid of marriage.

In this moment, you think of love as something you can get or discard anytime. You're feeling self centered.
Sumir dagar eru hreinlega skrítnari en aðrir. Quin hélt að ég ætti afmæli í dag því það er á amerísku 5.10, nema ég á afmæli 10.05 á amerísku, einhver smá menningarlegur misskilningur á ferðinni þar.
Í gær átti Paola afmæli við fórum út að borða á æðislegan tapas-stað þar sem var hljómsveit að spila og allt, rosalega gaman. Að venju var þetta fjölþjóðlegur hópur, nokkrir Líbanar, Clara frá Columbíu, einn frá Króatíu, ég og aðeins einn Ameríkani. Mér tekst sérlega illa að blanda geði við innfædda hér í borg, þeir eru sko alls ekki á hverju strái hér Kanarnir.
Við gaurinn frá Króatíu áttum smá moment þegar við ræddum sameiginlegan áhuga okkar á Júróvísjón, ég er frekar spæld yfir að missa af keppninni en það verður bara að hafa það. Ég fer í grillveislu á föstudeginum og partý á laugardeginum svo ekki ætti mér að leiðast.
Þegar ég fór úr skólanum í gærkvöldi þá logaði eldur í ruslatunnu þar fyrir utan, mjög New York fannst mér en það vantaði alveg heimilislausa menn til að hlýja sér við hann og svo var ekkert svo kalt hvort sem er.
Á föstudaginn er vísindadagur í Brooklyn College og ég verð með plakat um dýrabeinin mín þar og það er keppni, vonandi vinn ég.

Monday, May 08, 2006

Ég sá líka David Blaine í kúlunni, nennti samt ekki að bíða eftir því að hann héldi niðri í sér andanum. Ég ætlaði eiginlega ekki að nenna að kíkja á hann þó að ég ætti leið þarna hjá þegar ég var að fara heim, mér finnst þetta allt saman asnalegt.

Saturday, May 06, 2006

Ég er orðin alvöru vísindamaður farin að fá pöntunarlista með vísindavörum frá Daigger Lab Basics.
Ég veit ekki hvaðan þeir hafa fengið nafnið mitt og heimilisfangið en mér finnst loksins að ég hafi stimplað mig inn í vísindasamfélagið núna.

Friday, May 05, 2006

Ég vil lýsa yfir stuðningi mínum við Femínistafélagið í baráttu þeirra gegn KSÍ, FIFA, HM 2006 og þeim hræðilegu mannréttindabrotum sem fram munu fara í vændisblokkunum í tengslum við keppnina. Þetta er alls ekki í lagi, þó að vændi sé löglegt í Þýskalandi er þetta samt sem áður algjörlega siðlaust og hreinasta hneisa.
Ég vil líka hvetja íslenska presta og þjóðkirkjuna til að leyfa hjónabönd samkynhneigðra sem allra fyrst og þakka fyrir að samkynhneigðir vilji almennt hafa eitthvað með kirkjuna að gera eftir þessa vitleysu.
Mæli með Draumalandinu eftir Andra Snæ en ég vara við martröðum sem fylgja munu í kjölfarið, þetta er svakaleg lesning.

Thursday, May 04, 2006

Heilsan er mikið betri í dag og það er 22°C hiti. Ég hamast við skýrsluskrif innandyra og hef nýlega áttað mig á því að það er minna en mánuður þangað til ég yfirgef stóra eplið og ég á eftir að gera ógeðslega mikið af rugli fyrst.

Wednesday, May 03, 2006

Ég er með flensu á besta tíma.

Tuesday, May 02, 2006

Kynningin gekk æðislega vel. Ég fór í Manhattan International High School sem er á 67 götu milli 2. og 3. strætis. Ég þurfti að tala við tvo bekki í ca. klukkutíma hvorn. Þau voru mjög áhugasöm og spurðu fullt af skemmtilegum spurningum. Landslagsmyndirnar hennar Auðar vöktu lukku og mér fannst þetta bara mjög gaman og ég var eiginlega ekkert stressuð. Kannski ég verði bara þokkalegur kennari eftir allt saman. Ætli ég hafi náð að snúa einhverjum í átt að fornleifafræði, ég veit ekki...
Ég fékk að sjá matsblöð sem krakkarnir fylltu út og þau virtust hafa verið mjög ánægð með kynninguna.
Wulffmorgenthaler eru komnir með nýtt útlit á síðuna sína og íhaldsgoggurinn í mér er ekki ángæður en ég venst þessu.

Monday, May 01, 2006

Á morgun þarf ég að halda kynningu fyrir nemendur í efstur bekkjum grunnskóla (11th grade high school) sem eru líklega í kringum 17 ára og segja frá sjálfri mér, Íslandi og fornleifafræði. Ég er nett stressuð.

Sunday, April 30, 2006

Ég borðaði geggjaðan indverskan mat í gær með Ramonu og nokkrum vinkonum hennar, nammigott. The Decemberists eru frábærlega stórkostleg hljómsveit, besta lagið er The Infanta, nýja uppáhaldshljómsveitin mín.
Ég er að hugsa um að kaupa skóna í síðustu færslu þeir eru bara of flottir til að sleppa...

Tuesday, April 25, 2006


Ég held ég sé að flytja til Frakklands, þar eru 400-500 uppgreftir á ári á vegum hins opinbera og það eru 1200 fornleifafræðingar í fastri vinnu plús sérfræðingar.
Ég fór niður að Ground Zero í fyrsta skipti í dag, þetta er ansi stór hola. Ég fór á tónleika með afrískum jazzista sem voru ansi skemmtilegir.
Mig langar svakalega mikið í skó sem eru eins ópraktískir og hugsast getur en ég þrái þá.
Það er óhugnalega mikið að gera í skólanum en auðvitað er gott veður. Ég var að klára að lesa Flugdrekahlauparan, góð bók.

Wednesday, April 19, 2006

Ég reyndi að fara að kjósa utankjörstaðar á ræðismannsskrifstofunni í New York. Það hafðist ekki vegna tæknilegra örðugleika. Lyfturnar í húsinu, allar sem ein, voru rafmagnslausar og ég og Ragnheiður Helga vorum ekki alveg að fara að labba upp 36 hæðir. Ég reyni aftur á föstudaginn þar sem það er lokað á morgun vegna sumardagsins fyrsta. Þessi ferð var samt ekki alveg til einskis þar sem ég hitti sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Hjálmar W. Hannesson, hann var afar indæll og svo var líka gott veður.

Monday, April 10, 2006


Í dag krufði ég eitt stykki silkikanínu, sjá mynd, eða chinchilla eins og það útleggst á enskunni.

Voða krúttleg dýr ættuð úr Andes-fjöllum en þau eru víst frekar vinsæl gæludýr hér í landi og kosta í kringum $150, svona ekstra spes fín kanína enda miklu dýrari og þar af leiðandi betri.

Greyið sem ég krufði hafði því miður dáið á nokkuð kvalafullan hátt, iðrin voru sprungin og kviðarholið var allt fullt af mat. Hann hafði líklega ekki fengið nægilega mikið af grófmeti s.s. heyi og fræjum að borða og fengið garnaflækju. Krufningin var mjög lærdómsrík og ekki jafn ógeðfelld og ég hélt að hún myndi vera. Við hreinsuðum megnið af holdinu af beinunum, svo gröfum við restina í sand og látum maðkaflugu um að hreinsa beinin alveg. Beinin fara svo í samanburðarsafnið hjá skólanum.

Núna ætla ég að fara að gera ógeðslega leiðinlega og erfiða heimaprófið í Lingusitic Anthropology, ojbarasta!

Annars eru pabbi og co komin í Eplið en ég get ekki hitt liði fyrren á morgun því ég er ekki búin með prófið. Sé núna eftir að hafa ekki byrjað fyrr en það er of seint að fárast yfir því, um að gera að drífa þetta bara af og hananú.

Wednesday, April 05, 2006

Glöggir lesendur muna eflaust eftir færslu frá því á sunnudaginn þar sem ég fagnaði sumarkomu. Í dag snjóaði og svo segir fólk að veðrið sé bara geðveikt á Íslandi.

Tuesday, April 04, 2006

Ég og Hildur gella erum að fara á Hróarskeldu, búnar að kaupa miða og allt, ég er óheyrilega spennt.
Ég gerði ameríska skattframtalið mitt í dag, það var ekki jafn erfitt og pirrandi og ég bjóst við það eina virkilega asnalega er að ég þurfti að telja hvað ég var marga daga í Bandaríkjunum í fyrra, það fannst mér asnalegt.
Ég er annars að fara í þrítugsafmæli hjá Jeff kærasta Eriku herbergisfélaga míns á laugardaginn, ég held ég hafi aldrei áður farið í þrítugsafmæli en það gæti verið misminni.

Sunday, April 02, 2006

Sumarið er komið með sumartíma og öllu, hitinn er að rokka milli 15°og 20°C, sólin skín eins og hún eigi lífið að leysa og allt er smán saman að grænka. Ég fékk mér labbitúr í Central Park á fimmtudaginn í yndislegu veðri, allt fullt af fólki. Andrúmsloftið í borginni er strax búið að breytast á einhvern óútskýranlegan en samt áberandi hátt. Svo les ég fréttir um snjó og vitleysu heima á klakanum! Hí á ykkur!

Tuesday, March 28, 2006

Það er búið að bjóða mér í tvö partý á laugardaginn 8. apríl, dæmigert, annað er þrítugsafmæli Jeffs kærastans hennar Eriku, hitt er innflutningspartý hjá Acaciu sem er Suður-Ameríku fornleifafræðinemi. Ég fer í partýið til Jeff því mér var boðið í það fyrst og það verður líka á Manhattan, þægilegra að komast heim...

Monday, March 27, 2006

Albina --
[noun]:

A person with a sixth sense for detecting the presence of goblins

'How" will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com


Albina Hulda --
[adjective]:

Fuzzy to the touch

'How" will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com

Ég veit ekki hvort mér finnst fyndara, kannski er ég bara lítil loðin mygla sem glóir í myrkri í návist svartálfa.

Til hamingju með afmælið afi!
Guggu hefur verið bætt í hlekkjalistann, maður þarf ekki að vera frægur til að komast á hann, bara frekur!
Ég sá þátt úr þáttaröðinni The Evidence en ein leikkonan þar er hún Aníta Briem sem ég vann með á Rex sumarið 2001. Ágæt stúlka en hárið á henni er fyndið í þáttunum, hún á að leika breska gellu. Þátturinn fannst mér svona la la, ég er ekki viss um að hann lifi en við skulum vona það hennar Anítu vegna.
Ég er ekki enn búin að kaupa miða á Kelduna...

Wednesday, March 22, 2006



Hér eru myndir af nokkrum af vinum mínum hér
Quin að dansa Thriller í afmælinu sínu og önnur af mér og Paolu, meira seinna ef ég neinni.
Á föstudaginn fór ég á snilldar Stereolab tónleika með Paolu, mæli með þeim. Á laugardaginn var hljómsveitin hans Norie, Prizetiger, að spila þeir voru rosalega skemmtilegir, á eftir þeim röppuðu svo hvítir hommar, það var frekar undarlegt.
Í gær fór ég með Paolu og Tony vinkonu hennar á Nublu sem er mjög skemmtilegur staður með brasilískt tónlistarþema og þar sá ég Karinu sem er snilld.
Ég er annars alvarlega að hugsa um að skella mér á Hróarskeldu í sumar, hvað finnst fólki um það? Önnur sumarplön eru að ég verð að vinna á Skriðuklaustri aftur, vei frá 19. júní til 18. ágúst og fer svo út aftur stuttu eftir það.

Wednesday, March 08, 2006


Hvað gerði Albína skemmtilegt í dag? Jú hún fór og sá Conan O'Brien live! Í upphituninni spurði gaurinn hvor það væru einhverjir væru frá útlöndum og Paola lét mig segja að ég væri frá Íslandi, gaurinn spurði hvort ég væri fyrsti Íslendingurinn sem hefði komi í þáttinn og ég sagði nei, þá sagði hann að það kæmi líklega í blöðin þegar Íslendingur væri sem áhorfandi í þættinum, það var frekar fyndið. Gestir voru hinn sæti en sérlega leiðinlegi og óspennandi Matthew McConaughey, það er ekki nóg að vera rosalega sætur ef maður er rosalega leiðinlegur! Næsti gestur var Kirsten Davis sem lék Charlotte í Sex and the City, hún var frábær, mjög fyndin og skemmtileg. Hún var líka með marblett á handleggnum.
Skemmtilegasti hlutinn var samt að sjá fyrirfram myndbúta úr Finnlands-ferðinni sem verður tekin fyrir í klukkutíma sérþætti á föstudaginn. Ef þið sjáið þáttinn gæti sést í mig alveg efst í horninu fyrir ofan hljómsveitina en ég er ekki viss. Jamm það er stuð í Eplinu, ég fékk líka bol, voða gaman.

Monday, March 06, 2006

Ég fór í Óskars-partý til Paolu í gær, ég gat rétt upp á 9 verðlaunaflokkum og vann keppnina. Ég er sigurvegari. Á leiðinni heim þegar ég var að bíða eftir strætó gekk fram hjá mér ofur-venjulegur ungur maður í úlpu og íþróttaskóm og boxernærbuxum, klukkan eitt að nóttu. Það þótti mér undarlegt. Í dag þegar ég var í lestinni var rastafari að hekla. Þetta hefur verið undarleg vika og það er bara mánudagur.

Tuesday, February 28, 2006


Í dag gerðist tvennt stórmerkilegt.
Í fyrsta lagi komst ég að því að ég þekki eina manneskju sem býr ofar á Manhattan en ég, hún býr alla leið uppi á 200st, heilum 15 blokkum ofar en ég og tveimur stoppistöðvum! Þetta er stelpa sem er með mér í Linguistic Anthropology, hún hlær rosalega furðulega en er annars ágæt.
Seinna atriðið (sem reyndar gerðis fyrr um daginn) varð á vegi mínum þegar ég var á gangi með Ramonu. Við höfðum fengið okkur sushi í hádeginu og vorum á leiðinni aftur upp í skóla þegar við gengum framhjá búð sem seldi svona dæmigerðar viðurstyggilega ljótar og asnalegar amerískar ofmunstraðar og litríkar kalla-peysur og þær voru sko ekki ódýrar. Ég hélt í barnaskap mínum að menn sem enn gengu í svona peysum væru steingervingar frá áttunda áratugnum sem hefður ekki efni á að kaupa sér nýjar peysur en þar skjöplaðist mér sko ærlega. Ég læt hér fylgja með mynd en vara viðkvæmar sálir við að stara of lengi á óskapnaðinn þar sem það getur leitt til brjálsemi.
Allar tillögur um ritgerðarefni fyrir mig í eftirfarandi kúrsum eru einnig vel þegnar
Historical Ecology
Linguistic Anthropology
og nei ég nenni ekki að útskýra hvað þessi heiti þýða, til hver haldiði að Google sé eiginlega?
Það er mikið að gera í skólanum. Ég er að fara í 80s þemað afmælispartý hjá Quinn á föstudaginn og Óskarspartý hjá Paolu á sunnudaginn. Ég fór að djamma á laugardaginn á bar þar sem voru fríir vodka-drykkir milli 11 og 12 og eins og þeir sem þekkja mig vita þá kann ég mér ekki hóf innan um frítt áfengi. Skyndilega fylltist staðurinn svo af körlum í kvennmannsfötum verst að þeir voru með fallegri fótleggi en við stelpurnar!
Það hefur verið frekar kalt undanfarið hérna í Stóra eplinu svo ég hef getað notað þykku úlpuna mína og það er ég mjög ánægð með.

Sunday, February 12, 2006

Af mbl.is Erlent AFP 12.2.2006 13:28
Cherie Blair hvetur sádí-arabískar konur til þolinmæði í jafnréttisbaráttu
Cherie Blair, eiginkona forsætisráðherra Bretlands, hvatti í dag konur í Sádí-Arabíu til að sýna þolinmæði í baráttu fyrir jafnrétti í landinu, og sagði að samfélagslegar breytingar yrðu ekki á einni nóttu. Kom þetta fram í ávarpi hennar á árlegri efnahagsráðstefnu í Jeddah í Sádí-Arabíu.
Blair lagði áherslu á að hún væri að tjá sín eigin viðhorf og sagði að ekki hefði náðst raunverulegt kynjajafnrétti í neinu landi í heiminum. En hún sagði jafnframt að miklar framfarir hefðu orðið í réttindum kvenna í Persaflóaríkjum.
Í tvískiptum áheyrendasalnum sátu annarsvegar konur og hins vegar karlar.
Blair sagði að skortur á konum á vinnumarkaðinum í Sádí-Arabíu græfi undan efnahagslegum möguleikum landsins. Mary McAleese, forseti Írlands, ávarpaði einnig ráðstefnuna og tók í sama streng. Hvatti hún ráðamenn í Sádí-Arabíu til að fara að fordæmi Íra, sem gerbylt hafi efnahagslífi landsins fyrst og fremst með því að opna það fyrir umheiminum og hvetja konur til þátttöku í atvinnulífinu.

Merkilegt hvað konur eiga alltaf að vera þolinmóðar, ég held samt að það sé erfitt að sætta sig við jafn mikið óréttlæti og viðgengst t.d. í Saudí-Arabíu, þeirra daglega líf er gjörsamlega undirlagt af boðum og bönnum.

Hér er líka skemmtileg grein af New York Times.

Annars er hér allt á kafi í snjó, ca. 30-40 cm jafnfallinn snjór myndi ég giska á, þegar ég vaknaði í morgunn hafði skafið helling inn um gluggan hjá mér, gaman gaman en það skemmdist ekkert.

Svona til að enda þetta á jákvæðu nótunum þá fórum við mamma á MoMa á fimmtudaginn og þar var til sýnis myndbandsverk eftir íslensku listakonuna Steinu Vasulka, við vorum mjög stoltar.

Thursday, February 09, 2006

Mér finnst þetta fyndið, hér eru líka fleiri Super Bowl auglýsingar.

Wednesday, February 01, 2006


Þetta verður erfið önn, ég er að taka þrjú námskeið til eininga og eitt auka. Aukanámskeiðið er dýrabeinafræði grunnnámskeið og ekki veitir af en ég fæ enga einkunn eða einingar en samt. Ég tek eitt stórt lesnámskeið í NYU, Medieval Archaeology Reading Course, ein bók á viku takk. Námskeið hjá Tom, leiðbeinandanum mínum, Historical Ecology sem byggir á bók sem ég hef áður tekið svo það ætti að vera í lagi. Síðast en ekki síst er svo Linguistic Anthropology eða mannfræðileg málvísindi sem er skyldunámskeið. Námskeiðslýsingin sjálf er 11 bls. og lesefnið eftir því 5 langar greinar fyrir hverja viku og kennarinn er víst strangur í einkunnagjöf. Það verður gaman að læra um eitthvað svona alveg nýtt og við þurfum að lesa greinar eftir suma af helstu hugsuðum síðustu aldar s.s. Noam Chomsky, Pierre Bourdieu og fleiri, það er ágætt að neyðast til að lesa frumtexta eftir þessa gaura sem er alltaf verið að vitna í.
Dýrabeinanámskeiði verður skemmtilegt, í dag vorum við að vinna með owl pellets sem eru nokkurs konar ælubögglar með feldi og beinum þar sem uglur gleypa bráð sína heila og eru með tvo maga, úr öðrum æla þær því sem þær geta ekki melt. Í mínum köggli eru leifar af a.m.k. tveimur dýrum líklega pínulítilli húsamús og svo einhverju aðeins stærra nagdýri sem hafði mikinn ljósann feld. Sophia sem er kennarinn hafði aldrei séð svona feld í æluböggli. Ég þarf að greina hauskúpuna til tegundar til að vita af hvaða dýri þetta er. Það voru líka maðkar í þessu svona frekar vibbalegt allt saman en jafnframt heillandi. Svo fáum við líklega að kryfja seinna á önninni.

Mamma er svo að koma í heimsókn á föstudaginn, spennó!

Sunday, January 29, 2006




Nýja besta vinkona mín Quin er búin að spyrja mig hvort ég vilji koma með henni og Ashley sem er hin nýja vinkona mín til Púertó Ríkó í lok maí. Mig langar afar mikið að fara, hvað finnst ykkur kæru lesendur?
Annars fórum við Paola, líbanska vinkona mín, að skoða gallerí í Chelsea í gær. Það var rosalega gaman að sjá fullt af skrítinni nútímalist, flottus fannst mér nokkurs konar klippimyndir eftir þennan gaur http://www.dylangraham.nl/. Það var líka eitt listaverk sem var eins og sviðasulta og annað sem var úrkynjaður ávaxtagarður sem var sérlega ógeðfelldur á að líta.
Ég fór líka á stefnumót í gærkvöldi, fyrsta ameríska stefnumótið mitt og það var mjög gaman, hugsa að ég eigi eftir að hitta gaurinn aftur...

Monday, January 23, 2006

Það hefur margt á daga mína drifið síðan ég skrifaði seinast. Íris og Hjördís eru búnar að vera í heimsókn, það hefur mikið verði verslað, djammað, kjaftað og bara almennt stuð. Loksins er ég farin að skilja eitthvað í næturlífinu hér, túrsitarnir djamma um helgar en New York búar virka daga, þá helst miðvikudaga og fimmtudaga. Við fórum í brunch, hand- og fótsnyrtingu, á Metropolitan safnið, Knicks leik (þeir stórtöpuðu), ég er búin að kynnast tveimur frábærum stelpum í gegnum Jessicu vinkonu Hjördísar frá Boston (og kannski einum strák...), þær Ashley og Quinn drössluðust um allt með okkur stöllurnar og sýndu okkur ýmislegt skemmtilegt. Ég keypti svaðalega flotta svarta handtösku í Williamsburg í gær, ég hugsa að ég flytji þangað næsta haust, miklu skemmtilegra hverfi, betur staðsett og svona en þar sem ég er núna.
Ég segi meir frá síðar og kannski koma líka myndir ef ég nenni.
Annars er ég bara spennt að byrja í skólanum aftur.

Friday, January 13, 2006

Við erum nýbúin að velja 300 þúsundasta Íslendinginn og var það mikið og fáránlegt fár, það sama virðist vera uppi á teningnum í henni Ameríku nema það er 300 milljónasti íbúinn sjá hér.
Annars er ég að fara út til Boston í dag með Írisi og Hjördísi og á ennþá eftir að pakka og gera 354943582346 hluti svo er ég líka sybbin en samt voðalega spennt.

Tuesday, January 10, 2006

Upp hafa komið spurningar varðandi síðasta póst minn. Kratatippi eru svona grænir staurar sem víða má sjá niðri í bæ til að koma í veg fyrir að maður leggi upp á gangstéttar.
Schadenfreude kallast það þegar maður gleðst yfir óförum annara.

Monday, January 09, 2006

Svefnleysi er nýja kraftaverkameðalið. Ég vakti í alla nótt, fyrst til að klára ritgerð og svo Aragóarflísina eftir Sjón og svo gat ég ekki sofnað þannig að ég fór bara aftur á fætur kl. 5. Í dag er ég búin að fara í sund, í bólusetningu, á fund, á Bókhlöðuna, skila drasli, kaupa bók í Bóksölu stúdenta (hið stórskemmtilega meistaraverk Fiskurinn sem munkunum þótti bestur), vinna í verkefni, naglalakka mig, taka til og bara endalaus afköst. Mér líður samt frekar furðulega. Annars sá ég stelpu bakka á Kratatippi fyrir utan Hlöðuna og ég fékk svona Schadenfreude. Ég ætlaði að segja eitthvað meira merkilegt en ég er búin að gleyma því.

Sunday, January 08, 2006

Var að skoða þessar flottu myndir frá Auði bekkjarsystur úr MR.

Saturday, January 07, 2006


Það er gaman að vera á Íslandi. Tók magnað þrettándadjamm í gær með gellunum, sbr. meðfylgjandi mynd. Hjördísi skal héðan í frá kalla Perrannn. Þarna kom hennar rétt eðli loks í ljós. Ásta ætlar í Ædolið næst, en Vaka rústaði samt SingStar þetta kvöld. Vaka sá um sminkið og svo voru drukknir margir Mojito og ófáar fullnægingar, þetta var þrusu-kvöld.
Dagurinn í dag fór svo í góða þynnku, mat hjá ömmu og Náttúrulausa tónleika. Þeir voru magnaðir, ég fékk Hróarskeldu fiðring. Björk var brill að venju en mest á óvart kom Damien Rice sem ég hélt mér finndist of væminn en svo er hann bara fínn. Hjálmar voru mjög góðir en Mugison og Sigurrós hefðu mátt taka meira en eitt lag mín vegna. Á eftir tókum ég Dísa og Vaka smá rúnt niður Laugaveginn og var ekki bara Bobby Fisher mættur í góðu stuði.

Thursday, January 05, 2006

Á áramótunum var mikið djamm og mikið gaman. Ég vil þakka skipuleggjendum Hressó-gleðinnar vel unnin störf, snældusnúðurinn var snilld og ég dansaði og dansaði og dansaði og svo bauð indverskur maður mér fótanudd og það var svaka gaman að hitta alla.
Á föstudaginn er svo meira djamm og tónleikar á laugardaginn, nóg að gera.
Ég fór á Bókhlöðuna í gær (og reyndar líka í dag) frekar sorglegt en auðvitað hitti ég þar fyrir hann Gunnar Pál. Ég hef sterkan grun um að hann haldi heimili í einhverjum af litlu vinnuklefunum en get ekki sannað það að svo stöddu.
Ég lauk í gær við bókina Skuggi vindsins eftir spænskan gaur sem ég man ekki hvað heitir, mjög góð, nú á ég bara eftir að lesa Aragóarflísina og Hrafninn og þá eru íslensku jólabækurnar búnar.
Ég er líka að fara í leikhús á föstudaginn á Eldhús eftir máli sem byggt er á smásögum Svövu Jakobsdóttur, ég er spennt. Ég er líka að fara í myndatöku með öllum bræðrum mínum á föstudaginn svolítið blendar tilfinningar gagnvart því en vonandi koma myndir vel út.
Nú verð ég að halda áfram að skrifa ritgerð.